Nú þegar aðilar vinnumarkaðarins eru að undirbúa gerð kjarasamninga er eðlilega horft til stöðu þjóðarbúsins og hvert það stefni á næstu mánuðum enda taka launahækkanir mið af þeim verðlagsbreytingum sem hafa orðið og væntanlegar eru. Hávær krafa hefur á undanförnum árum verið að auka kaupmátt launa og að sjálfsögðu verður jafnframt horft til þess nú að einhverju leyti sem og að rýnt verður í hverjar ráðstöfunartekjur

Logo RSÍNú er skoðanakönnun vegna væntanlegra kjarasamninga virk. Könnunin er framkvæmd með sambærilegum hætti og um síðustu áramót nema að nú sendum við öllum virkum félagsmönnum bréf heim þar sem við bendum á innskráningarsíðu og birtum viðkomandi lykilorð sem þarf að slá inn til þess að taka þátt. Þessi könnun er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til viðkomandi. Eingöngu er hægt að taka þátt einu sinni.

rsmerkiVæntanlegir félagsfundir Rafiðnaðarsambands Íslands og aðildarfélaga verða sem hér segir:
 
Ísafjörður: 26. september kl. 12:00 á Hótelinu.


Selfoss: 27. september kl. 12:00 á Hótel Selfossi. (breyttur dagur frá fyrstu tilkynningu)

Vertu a verdi 2Í nýrri könnun ASÍ á fiskafurðum kemur í ljós að verðmunurinn á hæsta og lægsta verði er að lágmarki 75%. Könnunin var gerð í 25 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð, víðsvegar um landið sl. mánudag. Kannað var verð á 23 algengum tegundum af fiskafurðum. Melabúðin neitaði þátttöku í könnuninni.

A5 Afl RSÍ Alcoa 50Þessa vikuna stendur yfir alþjóðleg aðgerðarvika verkalýðsfélaga þar sem félagsmenn starfa hjá ALCOA verksmiðjum um heim allan. Meðal krafna sem uppi eru má nefna kröfu um sanngjörn laun fyrir þau störf sem félagsmenn vinna, jafnframt er víðsvegar barist fyrir lágmarksréttindum sem okkur Íslendingum þykja oft sjálfsögð enda er

Áskorun til AlþingisMiðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands sendi í dag frá sér áskorun til Alþingis þar sem það er hvatt til þess að taka höndum saman og mynda grunn að stöðugleika. Verðbólga hefur verið alltof há á undanförnum árum og engin merki um að breyting verði þar á. Ný ríkisstjórn verður að sýna fram á að þjóðfélagið stefni á stöðugleika og verður ekki séð að slíkt verði gert nema með því að tryggja stöðugleika núverandi

vertu a verdiVörukarfa ASÍ hækkaði um 3,2% hjá Kaupfélagi Skagfirðinga frá því í júlí (viku 28) þar til nú í lok ágúst (viku 35). Ef þessi hækkun Kaupfélags Skagfirðinga væri dæmigerð fyrir aðra mánuði ársins samsvaraði hún ársverðbólgu upp á 26%. Á þessum 7 vikum hækkaði vörukarfan hjá 9 verslunum af 15. Vörukarfan lækkaði hjá 6 verslunum, mest hjá Tíu-ellefu. Vörukarfan stóð í stað hjá Samkaupum-Úrvali.

Logo RSÍVæntanlegir félagsfundir Rafiðnaðarsambands Íslands og aðildarfélaga verða sem hér segir:

Reykjanesbær: 5. september kl. 12:00 á Flughóteli
Neskaupsstaður: 9. september kl. 12:00 á Egilsbúð

GolfHið árlega hjóna- og paramót verður á Haukadalsvelli Geysi sunnudaginn 8.sept 2013

Félagsmönnum gefst kostur að bjóða í mótið maka eða félaga.

Mæting er kl. 11.00 og spilað verður Texas scramble, ræst út á öllum teigum kl: 12.00. Forgjöf reiknuð út frá samanlagðri forgjöf parsins, deilt með 5. Forgjöf getur aldrei orðið hærri en lægri forgjafartala

Logo RSÍVið minnum á félagsfund sem haldinn verður í dag kl. 17:00 í húsnæði Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða 27. Á fundinum verður farið yfir stöðuna varðandi væntanlega kjaraviðræður. Við hvetjum félagsmenn til þess að fjölmenna á fundinn.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?