rafbokÍ dag afhentu fulltrúar Rafiðnaðarsambands Íslands og SART nýnemum í rafiðngreinum í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti spjaldtölvur. Spjaldtölvurnar munu nemendurnir nota við námið en samtök rafiðnaðarmanna hafa um langt skeið unnið að gerð námsefnis á rafrænu formi sem nemendur geta notað gjaldfrjálst í gegnum allt námið. 

Gríðarleg ánægja var á meðal nemenda með spjaldtölvurnar og augljóst að þessi gjöf kemur sér virkilega vel fyrir þá. Það er þó ekki síður verðmætt fyrir nemendur að geta notað gjaldfrjálst efni við námið enda oft um mjög mikil útgjöld tengt kennslubókum. Áhugasamir geta fengið aðgang að vefnum inni á www.rafbok.is

Á næstu dögum og viku verður haldið áfram að dreifa spjaldtölvum til nemenda í öðrum skólum á landinu sem rafiðnnám er kennt.

IMG 5459
 Hér afhendir Kristján Þórður, formaður RSÍ, nýnema spjaldtölvu

 

 IMG 5465
 Hér afhendir Ásbjörn, framkvæmdastjóri SART, nýnema spjaldtölvu

 

 IMG 5474
 Flottur hópur en á myndina vantar rúmlega 20 nemendur.

 

rafidnadarsambandid2Í gær fóru fram ræður ýmissa alþingismanna. Það fór heldur betur fyrir brjóstið á mér, og eflaust fleirum, þegar forsætisráðherra setti fram þá fullyrðingu að vinnumarkaðslíkanið væri ónýtt. Þar var vísað til þess sem gerist í nágrannalöndum okkar, aðilar vinnumarkaðar byrjuðu á því að meta svigrúm til launahækkana áður en samið væri. Gefið var í skyn að það væri eina verkefnið sem unnið væri fyrir samningalotuna.

Með þessu gaf hann í skyn að vegna frekju og yfirgangs, þá væntanlega verkalýðsfélaga, væru launahækkanir hér alltof miklar fyrir fólkið. Kröfurnar væru þá væntanlega úr öllu hófi og menn miðuðu ekki við efnahagslega stöðu.

Ekki minntist hann einu orði á ákvarðanir kjararáðs sem er skipað af hinu háa Alþingi. Í kjararáði sitja fulltrúar Alþingis til þess meðal annars að ákvarða hver laun alþingismanna eigi að vera auk annarra hópa sem einnig hafa hagsmunaaðila í ráðinu.

Frá árinu 2013 og til og með árinu 2016 hafa regluleg laun iðnaðarmanna, í nóvember, innan ASÍ hækkað um 22,9% þessu til viðbótar hefur framlag í lífeyrissjóði hækkað. Laun verslunarmanna innan ASÍ hafa hækkað um 24% á sama tímabili. Laun verkamanna hafa hækkað um 30,9%. Laun alþingismanna hafa hækkað um 70,9%.*

Það sér það hver maður sem sjá vill að launafólk á almennum vinnumarkaði hefur ekki verið leiðandi í launaþróun á þessu tímabili. Aðildarfélög innan ASÍ hafa einmitt reynt að ryðja brautina inn á nýjar slóðir til að tryggja efnahagslegan stöðugleika EN þar spila kjarasamningar ekki stærsta hlutverkið. Til að tryggja efnahagslegan stöðugleika þarf líka að tryggja félagslegan stöðugleika, tryggja grunnstoðir samfélagsins svo sem velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðisþjónustu. Þetta er stóra myndin.

Nú er það svo að kjararáð, í umboði Alþingis, er að setja vinnumarkaðinn á hliðina með gríðarlegum launahækkunum til þessarra háu herra sem síðan kunna sig ekki og skammast í almúganum. 

Miðstjórn RSÍ lagði til á sínum tíma að skipan kjararáðs yrði endurskoðuð og þar yrði fulltrúi launafólks til þess að reyna að tengja ráðið við raunveruleikann.

Ef Alþingi mun ekki fella ákvarðanir kjararáðs úr gildi þá gefur það auga leið að mikil átök verða framundan á næstu árum. Ef menn halda að þetta reddist vegna þess að fólkið verði búið að gleyma þessu þá er það rangt. Misskipting er að aukast svo gríðarlega, stjórnvöld virðast vinna að því að brjóta niður velferðarkerfið og auka gæði þeirra ríku á kostnað þeirra sem minna hafa. Vonlaust er að gera breytingar á kjarasamningamódelinu nema að allt sé tekið með á sama tíma. 

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

*Samkvæmt tölum hagdeildar ASÍ

golf

Golfmótinu sem halda átti á Hamarsvelli á Dalvík er aflýst vegna dræmrar þátttöku.

rafidnadarskolinn

Þegar hugað er að starfslokum og upphafi töku lífeyris er að mörgu að hyggja. 

Rafiðnaðarskólinn bíður nú upp á námskeið fyrir þá sem farnir eru að velta þessum málum fyrir sér.
 
Á námskeiðinu verður farið yfir hvað tekur við þegar fólk hættir störfum á vinnumarkaði, réttindaávinnslu og töku lífeyris. Einnig verður farið yfir uppbyggingu eftirlauna í almannnatryggingakerfinu, réttindum lífeyrisþega og samspili almanntryggingakerfisins og lífeyrissjóðakerfisins.
 
Æskilegt er að þátttakendur hafi með sér fartölvu/spjaldtölvu.

Dagsetning     Kennslutími 
11.09.2017   13:00-16:00

asi rautt
Samkvæmt nýrri skýrslu hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks hefur skattbyrði aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu frá 1998-2016 en aukningin er langmest hjá þeim tekjulægstu. Þegar skoðað er samspil tekjuskatts, útsvars og persónuafsláttar auk barna- og vaxtabóta hefur t.d. skattbyrði para á lágmarkslaunum með tvö börn og lágmarks eigið fé í húsnæði (20%) í heildina aukist um 21 prósentustig á umræddu tímabili. Munurinn á skattbyrði tekjulægstu hópanna og þeirra tekjuhærri hefur því minnkað og dregið hefur úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins. Kaupmáttaraukning síðustu ára hefur þannig síður skilað sér til launafólks með lægri tekjur en þeirra tekjuhærri vegna vaxandi skattbyrði. (lesa meira)

 

golfVið minnum á Haustgolfmót RSÍ sem haldið verður á golfvellinum Geysi. Skráning er enn opin. Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan.

Nú styttist í haustmót RSÍ sem haldið verður á golfvellinum Geysi, sunnudaginn 3. september 2017. Búið er að opna fyrir skráningu og fer hún fram hér. Félagsmenn og makar/spilafélagi eru velkomnir.

Ræst verður út á öllum teigum kl 13:00. Leikið er með "texas scramble" fyrirkomulagi, samanlögð grunnforgjöf deilt með 3. 

Vegleg verðlaun verða veitt og dregið úr skorkortum á eftir eins og venjulega. 

Verð kr 5.500 kr. Innifalið í verði er spil á einum flottasta golfvelli landsins og súpuhlaðborð og kaffi á eftir.

Endilega skráið ykkur með því að smella hér vegna minningarmótsins. 

Kveðja, Golfnefnd RSÍ 

rafidnadarsambandid2Í upphafi vikunnar var send út viðhorfskönnun á fjölmarga félagsmenn RSÍ, vegna endurmenntunar í rafiðnaði, í tölvupósti. Könnunin er framkvæmd fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands, Samtök rafverktaka og Menntasjóðs rafiðnaðarins og er framkvæmd af fulltrúum hjá Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. Við hvetjum alla þá sem hafa fengið sendan tölvupóst frá Háskólanum að gefa sér smá tíma til þess að svara þeim spurningum sem þar eru. Markmiðið er að efla námsframboð hjá okkur og fanga betur þarfir félagsmanna sem og fyrirtækja í rafiðnaði. Þökkum kærlega fyrir þátttökuna.

#RSI #rafidnadur #eftirmenntun

asi rautt

Penninn-Eymundsson, Mál og Menning og A4 hafa hækkað verð á milli ára á flestum nýjum námsbókum sem fáanlegar voru í könnunum verðlagseftirlits ASÍ í ár og í fyrra. Bókabúðin Iðnú lækkar hins vegar verð á öllum titlum sem skoðaðir voru frá fyrra ári. 

Hækkanir á nýjum námsbókum á milli ára allt að 97% 

Penninn-Eymundsson hækkar námsbækur fyrir framhaldsskóla í flestum tilfellum um og yfir 65% milli ára og hjá A4 hækkar verðið í flestum tilfellum um 30-50%. Mest var verðhækkunin á „Almenn jarðfræði“ hjá A4 eða úr 4.199 kr. í fyrra í 8.289 kr. sem gerir hækkun um 4.090 kr. eða 97%. Næst mesta hækkunin var á „Bókfærsla 1“ hjá Pennanum-Eymundsson en sú bók hækkaði úr 2.909 kr. í 5.599 kr. eða um 2.690 kr. eða 92%. 

Verðið lækkaði hins vegar hjá Bókabúðinni Iðnú um 15–25% á milli ára. Mesta verðlækkunin í samanburðinum var á „Lífeðlisfræði“ hjá Forlaginu Fiskislóð um 32%, sú bók lækkaði úr 8.590 kr. í 5.884 kr.

Borin voru saman verð á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla í könnunum verðlagseftirlits ASÍ þann 16. ágúst 2016 og 10. ágúst 2017. Rétt er að árétta að tekin eru niður þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma og hafa tilboðsverð áhrif á samanburð. Penninn-Eymundsson og A4 voru með 25% afslátt af nýjum bókum þegar könnunin fór fram 2016 og Bókabúðin Iðnú með 15% þegar könnun fór fram 2017. 

Í báðum könnunum var kannað verð í eftirtöldum verslunum: Pennanum-Eymundsson Kringlunni, A4 Skeifunni, Forlaginu Fiskislóð, Bókabúðinni Iðnú Brautarholti, Mál og Menningu Laugavegi og á Heimkaup.is. 

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Einnig má benda neytendum á að bókabúðirnar gætu verið með staðgreiðsluafslátt og jafnvel afslætti til meðlima.

Nánari samanburð má sjá í meðfylgjandi töflu.(smella hér)

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

golfNú styttist í haustmót RSÍ sem haldið verður á golfvellinum Geysi. Búið er að opna fyrir skráningu og fer hún fram hér. Félagsmenn og makar/spilafélagi eru velkomnir.

Ræst verður út á öllum teigum kl 13:00. Leikið er með "texas scramble" fyrirkomulagi, samanlögð grunnforgjöf deilt með 3. 

Vegleg verðlaun verða veitt og dregið úr skorkortum á eftir eins og venjulega. 

Verð kr 5.500 kr. Innifalið í verði er spil á einum flottasta golfvelli landsins og súpuhlaðborð og kaffi á eftir.

Endilega skráið ykkur með því að smella hér vegna minningarmótsins. 

Kveðja, Golfnefnd RSÍ 

rafidnadarsambandid rautt

 

Rafiðnaðarsambandið ákvað að leggja 250 þúsund krónur í landssöfnun sem Hjálparstarf kirkjunnar, Hrókurinn, Kalak og Grænlandsvinir standa fyrir vegna hamfaranna á Grænlandi aðfaranótt sunnudagsins 18. júní.  Fjölmargir hafa lagt söfnuninni lið og hvetur RSÍ aðra til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 kr. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?