Fréttir frá 2017

08 24. 2017

Viðhorfskönnun vegna endurmenntunar í rafiðnaði

rafidnadarsambandid2Í upphafi vikunnar var send út viðhorfskönnun á fjölmarga félagsmenn RSÍ, vegna endurmenntunar í rafiðnaði, í tölvupósti. Könnunin er framkvæmd fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands, Samtök rafverktaka og Menntasjóðs rafiðnaðarins og er framkvæmd af fulltrúum hjá Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. Við hvetjum alla þá sem hafa fengið sendan tölvupóst frá Háskólanum að gefa sér smá tíma til þess að svara þeim spurningum sem þar eru. Markmiðið er að efla námsframboð hjá okkur og fanga betur þarfir félagsmanna sem og fyrirtækja í rafiðnaði. Þökkum kærlega fyrir þátttökuna.

#RSI #rafidnadur #eftirmenntun

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?