Banner KjarasamningarFrá og með 1. júlí 2016 hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði um 0,5 prósentustig. Launafólk þarf ekki að gera neinar ráðstafanir vegna þessa aðrar en þær að fylgjast með á launaseðlum að mótframlagið hækki með greiðslu launa um mánaðarmótin júlí/ágúst. Samhliða þessari hækkun eykst réttindaávinnsla sem þessu nemur og að loknu hækkunarferlinu 2018 mun réttindaávinnsla miðast við 76% af meðalævitekjum starfsmanns (frá þeim tímapunkti).

Valkvæð bundin séreign eða samtrygging. 

Fyrir júlí 2017 munu félagsmenn RSÍ geta valið um það hvort þessi viðbótarhækkun fari frá þeim tímapunkti í samtryggingarsjóð eða bundna séreign. Í júlí 2017 mun mótframlag atvinnurekenda hækka um 1,5 prósentustig og hefur framlagið þá hækkað um 2 prósentustig sem viðkomandi getur þá ákveðið hvernig skuli ráðstafa frá þeim tíma. Velji viðkomandi að setja þessi 2% í bundna séreign þá mun það hafa áhrif á réttindaávinnslu úr samtryggingarsjóði, til lækkunar réttinda. Þetta verður kynnt sérstaklega þegar nær dregur.

rafidnadarsambandidNýjasta útspil kjararáðs þar sem laun ráðuneytisstjóra hækka um 40% eða jafnvel töluvert meira er virkilega taktlaus og mun að öðru óbreyttu hafa veruleg áhrif við mat á forsendum kjarasamninga sem mun fara fram í febrúar á næsta ári. Það verður þó að teljast mjög líklegt að stjórnvöld, ríkisstjórnin, grípi inn í þessa ákvörðun enda er hún algjörlega úr takti við það sem almenningur hefur fengið að kynnast á síðustu mánuðum og árum. 

Verði ekkert að gert má telja afar líklegt að verkalýðsfélög innan ASÍ muni líta svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar enda er það grundvallarforsenda í þeirri vinnu sem unnin hefur verið við gerð kjarasamninga að skipting í samfélaginu verði jafnari og að hátekjuhópar sem þessi fái ekki sífellt meiri launahækkanir en þeir sem eru lægra launaðir.

Við vitum það vel að taxtalaunahópar hækkuðu nokkuð umfram það sem almennt gerðist í almennum launahækkunum en þar var verið að hækka lágmarkslaun umfram almennar launahækkanir en að efra lagið í launastiganum sé að taka sér slíkar hækkanir launa sem raun ber vitni í þessari ákvörðu kjararáðs er óásættanlegt. Þær hækkanir voru samt sem áður ekki nálægt umræddri hækkun sem kjararáð ákvað nú.

Miðstjórn RSÍ mótmælti harðlega ákvörðun kjararáðs fyrr á þessu ári þegar kjararáð ákvað að hækka laun dómara langt umfram það sem þekktist á markaði. Á þeim tíma var jafnframt bent á að sú ákvörðun myndi hrinda af stað hækkunum á launum efsta lags opinberra starfsmanna/stjórnenda. Nú er það orðið raunin og afar brýnt er að ríkisstjórnin snúi þessari vitleysu við vilji þeir tryggja frið á vinnumarkaði áfram.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Fjolskylduhatid 2015

Helgina 24. - 26. júní verður Fjölskylduhátíð RSÍ haldin að Skógarnesi við Apavatn. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði, fjölbreytt að vanda og því verður í nógu að snúast fyrir börnin. Í ár verður þess minnst að 90 ár eru frá stofnun FÍR og ber hátíðin þess merki.

rafidnadarsambandid2Mánudaginn 20. júní 2016, kl. 17:00, verður haldinn félagsfundur hjá RSÍ að Stórhöfða 27, húsnæði Rafiðnaðarskólans á 1. hæð, gengið inn Grafarvogsmegin. 

Farið verður yfir stöðu könnunarviðræðna um sameiningu Stafa lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér málið.

Fundinum verður streymt á netinu og verður vefslóð á fundinn auglýst þegar nær dregur ásamt leiðbeiningum um hvernig mögulegt er að senda inn fyrirspurnir.

Allir félagsmenn aðildarfélaga RSÍ velkomnir!

Felagsfundur 20.06.2016

 

golfSpennugolf 2016 var haldið á Gufudalsvelli við Hveragerði föstudaginn 3.júní 2016

Spilaðar voru 18 holur í glapandi sól og hita, sumir höfðu á orði að þetta væri alveg "svona erlendis".

Að móti loknu beið þátttakenda lambasteik og meðlæti í golfskálanum og að matnum loknum kom að verðlaunaafhendingu ásamt glæsilegum skorkorta útdrætti.

Rúta flutti þátttakendur til og frá Stórhöfðanum og komu allir heim sáttir og sælir með daginn.

 

Úrslit:

1. sæti  í höggleik:   Axel Þórir Alfreðsson á 82 höggum

1. sæti punktar m/forgjöf:  Gunna Kiatkla Eiríksson  á 36 punktum

Spennugolf 2016

fraedsluskrifstofa

Þessa vikuna 6 - 11. júní standa yfir sveinspróf í rafiðnum.  Að þessu sinni eru próftakar 50 talsins, 49 í rafvirkjun og e1 í rafveituvirkjun. Prófin eru haldin í Reykjavík og á Akureyri.

asi rautt 

Yfir sumartímann senda margir foreldrar börn sín á hin ýmsu námskeið þar sem skólar eru lokaðir og foreldrar eiga sjaldnast jafn marga frídaga og börnin. Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman dæmi um sumarnámskeið sem í boði eru fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru af ýmsum toga og er verðmunur á milli þeirra mikill. Sem dæmi má nefna að námskeið hjá Dale Carnagie kostar 84.000 kr. á meðan tómstundanámskeið hálfan daginn hjá Íþrótta og tómstundaráði Hafnarfjarðar kostar 4.300 kr. 

Það er umtalsverður kostnaður að senda börn og unglinga á námskeið á sumrin, þrátt fyrir að ódýrasti kosturinn sé valinn. Gera má ráð fyrir að hálfsdags námskeið í viku kosti um 12.000 kr. og heildags viku námskeið um 16.000 kr. 

Sem dæmi þarf fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu með 10 ára gamalt barn sem fer í tvær vikur á námskeið allan daginn og í 2 vikur hálfan daginn að greiða 60.500 kr. miðað við valið hér að neðan, og er það fyrir utan greiðslu fyrir gæslu, hressingu og hádegismat.

Félag-Námskeiðshaldari Tegund Námskeiðs Aldur Fjöldi daga Tímar á dag Verð 2016
Haukar

Íþróttaskóli, fjölgreinaskóli,
fóltboltaskóli og körfuboltaskóli.
-með hádegismat.

5-12 ára 5 8 12.000 kr.
Brettafélag Hafnarfjarðar Hjólabrettanámskeið 6-12 ára 5 6 18.000 kr.
GKG Golfleikjanámskeið 6-12 ára 5 3 13.000 kr.
ÍTR / Húsdýragarðurinn Dýranámskeið 10-12 ára 5 3 17.500 kr.


Fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu með 8 ára barn sem fer á eitt 5 daga námskeið allan daginn, annað heilsdagsnámskeið sem endar með útilegu og í tvær vikur hálfan daginn þarf að greiða 64.370 kr. miðað við valið hér að neðan, en það er fyrir utan greiðslu fyrir gæslu, hressingu og hádegismat.

 

Félag-Námskeiðshaldari Tegund Námskeiðs Aldur Fjöldi daga Tímar á dag Verð 2016
Sumarfrístund
Reykjavíkurborg

Frístundamiðstöðin Ársel, Fjósið
Stjörnuland og Töfrasel

6-9 ára 5 7 8.470 kr.
Útilífsskóli skáta - Árbúar 1v. námskeið m/útilegu 8-12 ára 5 7 13.000 kr.
Leynileikhúsið Sumarnámskeið 7-13 ára 5 4 24.900 kr.
Sirkus Íslands Sirkusskóli 8-15 ára 5 4 18.000 kr.


Þessi kostnaður getur svo margfaldast ef mörg börn eru í fjölskyldunni og ef börnin/barnið er í lengri tíma yfir sumarið í skipulagðri dagskrá. Hér getur því verið um talsverðar upphæðir að ræða sem reynst geta mörgum fjölskyldum þungar í skauti.    

Sjá nánar töflu yfir námskeið (smella hér)

Skoðuð voru verð á námskeiðum íþróttafélaga, á vegum íþrótta- og tómstundarráða, sveitarfélaga, skátafélaga og frjálsra félagasamtaka. Námskeiðunum í könnuninni er skipt eftir fjölda námskeiðsdaga og klukkustunda á dag. Víða er boðin gæsla á morgnana áður en námskeiðin hefjast, í hádeginu og eftir að dagskrá námskeiðanna lýkur á daginn. Misjafnt er hvort greiða þurfi aukalega fyrir þessa gæslu eða hvort hún er innifalin í námskeiðsgjaldinu, sama er að segja um hádegisverð og hressingu, matur er sjaldnast innifalinn í námskeiðsgjaldinu, en oft er hægt að kaupa heitan mat gegn vægu gjaldi. Það gjald sem gefið er upp í könnuninni er ávallt miðað við eitt stakt námskeið þannig að ekki er tekið tillit til afsláttarverðs t.d. iðkendaafsláttar eða systkinaafsláttar. Við samanburð á verði námskeiða er því nauðsynlegt að hafa þetta í huga.

Auk þess ber að athuga að hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta eða dagskrá sem í boði er á námskeiðunum er ekki metin. Úrvalið af sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga er mjög mikið og þessi könnun nær aðeins yfir hluta þeirra.

orlofslog

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er kr. 44.500 á orlofsárinu sem hefst 1. maí.
Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.

Orlofsuppbót innifelur orlof, eru föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum.

Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

 

 

rafidnadarsambandid2

Á Sambandsstjórnarfundi Rafiðnaðarsambands Íslands 2016 voru veittir eftirtaldir styrkir

Einstök börn kr. 500.000 

Björgunarsveitin Geisli Fáskrúðsfirði kr. 200.000 

Björgunarsveitin Ársól Reyðarfirði kr. 200.000 

Björgunarsveitin Hérað Fljótsdalshéraði  kr. 200.000 

Krabbameinsfélag Austfjarða kr. 500.000. 

 

 

 

 

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?