Fréttir frá 2016

07 7. 2016

Hækkun mótframlags í lífeyrissjóði

Banner KjarasamningarFrá og með 1. júlí 2016 hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði um 0,5 prósentustig. Launafólk þarf ekki að gera neinar ráðstafanir vegna þessa aðrar en þær að fylgjast með á launaseðlum að mótframlagið hækki með greiðslu launa um mánaðarmótin júlí/ágúst. Samhliða þessari hækkun eykst réttindaávinnsla sem þessu nemur og að loknu hækkunarferlinu 2018 mun réttindaávinnsla miðast við 76% af meðalævitekjum starfsmanns (frá þeim tímapunkti).

Valkvæð bundin séreign eða samtrygging. 

Fyrir júlí 2017 munu félagsmenn RSÍ geta valið um það hvort þessi viðbótarhækkun fari frá þeim tímapunkti í samtryggingarsjóð eða bundna séreign. Í júlí 2017 mun mótframlag atvinnurekenda hækka um 1,5 prósentustig og hefur framlagið þá hækkað um 2 prósentustig sem viðkomandi getur þá ákveðið hvernig skuli ráðstafa frá þeim tíma. Velji viðkomandi að setja þessi 2% í bundna séreign þá mun það hafa áhrif á réttindaávinnslu úr samtryggingarsjóði, til lækkunar réttinda. Þetta verður kynnt sérstaklega þegar nær dregur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?