Fréttir frá 2016

06 15. 2016

Fjölskylduhátíð RSÍ 24. júní 2016

Fjolskylduhatid 2015

Helgina 24. - 26. júní verður Fjölskylduhátíð RSÍ haldin að Skógarnesi við Apavatn. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði, fjölbreytt að vanda og því verður í nógu að snúast fyrir börnin. Í ár verður þess minnst að 90 ár eru frá stofnun FÍR og ber hátíðin þess merki.


Hátíðin er fyrir félagsmenn RSÍ og fjölskyldur þeirra og er frítt inn á svæðið fyrir félagsmenn (maka og börn). Félagsmenn geta boðið gestum með sér á hátíðina en gestir þurfa að greiða aðgangseyri 3.000 kr. á mann fyrir helgina.(ekki boðið upp á styttri veru) og 1.500 kr. fyrir börn gesta félagsmanna á aldrinum 13 -18 ára en fyrir 12 ára og yngri er frítt. Gestum félagsmanna verður ekki hleypt inn á svæðið nema að því skilyrði uppfylltu að félagsmaður taki á móti gesti sínum í hliðinu. Félagsmenn og gestir greiða 1000 kr. fyrir rafmagn kjósi þeir að nýta það.

Vel verður tekið á móti öllum í hliðinu líkt og undanfarin ár.

Dagskráin 25. júní verður með hefðbundnum hætti:

kl. 09:00 Bíó leikur hefst og veiðikeppni byrjar kl.

09:00 -11:00 Skráning í fótbolta og púttkeppni

kl. 11:00 -16:00 Skátar verða með hoppukastala, klifurvegg og kúlubolta

kl. 13:00 Blaðrarinn býr til blöðrulistaverk fyrir börnin

kl. 13:00 Víðavangshlaup

kl. 13:30 Púttkeppni byrjar

kl. 13:30 – 15:00 Fótboltakeppni

kl. 15:00 Afmæliskaka og pylsur FÍR 90 ára

 

Hlé verður á dagskrá kl. 16:30 og fyrir þann tíma á að vera búið að skila inn veiðiskýrslum, skorkortum og boltanum.

Kl. 20:30 Kvöldvaka / Verðlaunaafhending

Kl. 21.00 – 23.30 Stuðlabandið  heldur uppi stuðinu

Þar sem hátíðin rekst á við forsetakosningar og EM í fótbolta er ráðgert að koma upp tjaldi með sjónvarpi fyrir þá sem vilja fylgjast með leikjum dagsins og kosningaúrslitum.

Við hvetjum félagsmenn og gesti þeirra til þess að kynna sér staðarreglur og fylgja þeim í hvívetna enda ætla allir að skemmta sér í sameiningu.

Félagsmenn þurfa að framvísa skilríki við komu. Umsjónarmaður er með aðgang að félagakerfi til að fletta upp félagsmönnum út frá kennitölu.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?