rafidnadarsambandid

Ályktun sambandsstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands um fæðingarorlofsmál

 

Sambandsstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands skorar á stjórnvöld að grípa strax til aðgerða til að styrkja fæðingarorlofskerfið. Núverandi kerfi skapar foreldrum ekki nægilegt fjárhagslegt öryggi og margir foreldrar, sérstaklega feður, sjá sér ekki fært að taka fæðingarorlof vegna þeirrar tekjuskerðingar sem leiðir af því. Tölur síðustu ára um töku fæðingarorlofs staðfesta þetta. Sambandsstjórn RSÍ lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og telur mikilvægt að gripið sé til myndarlegra aðgerða tafarlaust. Fyrstu mánuðir eftir fæðingu eru gríðarlega mikilvægir, bæði fyrir börn og foreldra. Auk þess er fæðingarorlofskerfið eitt besta tækið sem við höfum til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu. Sambandsstjórn leggur höfuðáherslu á að tekjuviðmið verði hækkað svo það endurspegli laun á vinnumarkaði.

 

Á fundi sambandsstjórnar þann 30. apríl voru samþykktar breytingar á reglum styrktarsjóðs Rafiðnaðarsambandsins og sett inn heimild til að styrkja foreldra í fæðingarorlofi. Sambandsstjórn vonar að þessi styrkur muni að einhverju leyti koma til móts við tekjuskerðingu foreldra og hvetja jafnframt fleiri feður til þess að nýta sér fæðingarorlof, en karlmenn eru stór meirihluti félagsmanna í RSÍ. Sambandsstjórn er þó þeirrar skoðunar að það sé hlutverk ríkisins að sjá til þess að foreldrar geti eytt fyrstu mánuðum eftir fæðingu  með börnum sínum án þess að lenda í fjárhagsörðugleikum.

 

Íslenska fæðingarorlofskerfið var lengi vel til fyrirmyndar og eitthvað sem aðrar þjóðir litu til. Eftir hrun hefur kerfið ekki verið svipur hjá sjón vegna gríðarlegs niðurskurðar. Nú þegar efnahagsástandið hefur batnað og sameiginlegir sjóðir standa betur, m.a. vegna minna atvinnuleysis, ættu stjórnvöld að setja í forgang að endurreisa kerfið.

 

 

Banner 1mai
       Dagskrá 1.maí 2016 í Reykjavík

  • Safnast saman á Hlemmi kl. 13.00 
  • Gangan hefst kl. 13.30
  • Lúðrasveitir leika í göngunni
  • Örræður á leið göngunnar niður Laugaveg
  • Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10 
  • Tónlist: Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar taka á móti göngunni þegar hún kemur inn á Ingólfstorg. 

       Fundarstjóri: 
       Þórarinn Eyfjörð  

  • Ræða: 
    Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ

  • Tónlist: Samúel Jón Samúelsson Big Band

  • Ræða: 
    Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands

  • Tónlis: 
    Samúel Jón Samúelsson Big Band, Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar

  • Tónlist:
    Lúðrasveitir, Samúel Jón Samúelsson Big Band, og Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar syngja og spila Maístjörnuna og „Internationallinn" 
    Forsöngvarar: ræðumenn, fundarstjóri og örræðufólk
    Hulda Halldórsdóttir syngur á táknmáli

         Fundi slitið um kl. 15.00. 

  

Alþýðusambandi Íslands hafa borist tilkynningar um 1. maí hátíðarhöld í meira en 30 sveitarfélögum á landinu. Þar fyrir utan eru stóru stéttarfélögin í Reykjavík öll með vegleg kaffisamsæti víðsvegar um borgina eftir að útifundinum á Ingólfstorgi líkur.

Reykjavík

Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík 2016 verður sem hér segir:

Safnast saman á Hlemmi kl. 13.00 en gangan hefst kl. 13.30

Lúðrasveitir leika í göngunni

Örræður á leið göngunnar niður Laugaveg

Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10

Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar taka á móti göngunni þegar hún kemur inn á Ingólfstorg.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ flytur ávarp

Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands flytur ávarp

Samúel Jón Samúelsson Big Band, Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar

Fundarstjóri - Þórarinn Eyfjörð

Fundi slitið um kl. 15.00

Baráttukaffi hjá stéttarfélögunum að fundi loknum.

Upphitun VR fyrir kröfugönguna hefst kl. 11:00 á Klambratúni með fjölskylduhlaupi. Verkalýðskaffi VR verður svo með hefðbundnu sniði í anddyri Laugardalshallarinnar að loknum útifundinum kl. 15:00. 

Efling-stéttarfélag býður félagsmönnum sínum upp á kaffi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. 

Baráttukaffi Rafiðnaðarsambands Íslands, MATVÍS og Grafíu verður á Stórhöfða 27, 1 hæð gengið inn Grafarvogsmegin og hefst kl. 15.00. 

VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna býður félagsmönnum sínum upp á kaffi og meðlæti í Gullhömrum milli kl. 15:00 og 17:00.

 

Hafnarfjörður

Kl. 13:30  Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar Strandgötu 6

kl. 14.00  Kröfuganga leggur af stað - Gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Hraunseli við Flatahraun

Kl. 14:30  Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3 - Athugið húsið opnar ekki fyrr en kröfugangan kemur í hús

Fundastjóri - Jóhanna M. Fleckenstein

Ávarp dagsins - Linda Baldursdóttir Varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar    

Ræða - Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB

Skemmtiatriði - Sólmundur Hólm

Kaffihlaðborð í boði stéttafélaganna að fundi loknum

 

Akranes

Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á 1. maí. Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn hringur á neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.

Fundarstjóri - Vilhjálmur Birgisson

Ræðumaður dagsins - Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands

Kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög

Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00

Kaffiveitingar

 

Borgarnes

Hátíðar- og baráttufundur hefst í Hjálmakletti kl. 11.00

Dagskrá:

Hátíðin sett - Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands

Barnakór undir stjórn Steinunnar Árnadóttur syngur nokkur lög

Ræða dagsins - Sigurður Bessason formaður Eflingar stéttarfélags og 2. varaforseti ASÍ

Alda Dís og Mummi taka lagið

Freyjukórinn, Zsuzsanna Budai stjórnar

Kynnir - Hrefna Ásgeirsdóttir trúnaðarmaður Kjalar

Félögin bjóða samkomugestum í súpu og brauð að fundi loknum. Útskriftarnemar Menntaskólans sjá um veitingarnar. 

Kvikmyndasýning fyrir börn verður í Óðali kl. 13:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa

 

Stykkishólmur

Hótel Stykkishólmi kl.13:30

Kynnir: Helga Hafsteinsdóttir, formaður 

Ræðumaður: Steinunn Magnúsdóttir grunnskólakennari Stykkishólmi

Karlakórinn Kári  

Gylfi Örvarsson og Trausti Gunnarsson 

Magga Stína og undirleikari  

Kaffiveitingar 

 

Grundarfjörður

Samkomuhúsinu kl.14:30

Kynnir: Bervin Sævar Guðmundson sjómaður 

Ræðumaður: Valmundur Valmundarson formaður Sjómannasambands Íslands 

Karlakórinn Kári 

Gylfi Örvarsson og Trausti Gunnarsson 

Magga Stína og undirleikari 

 

Snæfellsbær

Félagsheimilinu Klifi kl.15:30

Kynnir: Guðmunda Wíum ritari SDS

Ræðumaður: Valmundur Valmundarson formaður Sjómannasambands Íslands

Karlakórinn Kári 

Gylfi Örvarsson og Trausti Gunnarsson 

Magga Stína og undirleikari 

Kaffiveitingar 

Sýning eldriborgara

Bíósýning kl 18

 

Búðardalur

1.maí 2016 samkoma í Dalabúð hefst kl.14:30

Dagskrá:

Kynnir - Kristín G. Ólafsdóttir

Ræðumaður - Garðar Hilmarsson formaður Starfsmannfélags Reykjavíkurborgar

Skemmtiatriði - Halldór Ólafsson (Lolli) trúbador og Valgeir Guðjónsson Stuðmaður

Kaffiveitingar

 

Ísafjörður

Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu kl. 13:45. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi.

Dagskráin í Edinborgarhúsi:

Lúðrasveit tónlistarskólans - Stjórnandi Madis Maekalle

Ræðumaður dagsins - Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Söngatriði - Stúlknatríóið HIK syngur nokkur lög

Jafnrétti og margbreytileiki - Sædís María Jónatansdóttir áhugakona um jafnréttismál

Tónlistaratriði - Sindri Freyr Sveinbjörnsson, Ísland got talent stjarna, spilar og syngur

Tónlistaratriði - Blúshljómsveitin Akur flytur nokkur lög

Kaffiveitingar í umsjón Slysavarnardeildarinnar Iðunnar í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.

Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

 

Bolungarvík

Dagskráin hefst kl. 14:30

Kaffi og meðlæti í Félagsheimili Bolungarvíkur, 7. og 8. bekkur Grunnskólans sér um veitingarnar Tónlistarskóli Bolungarvíkur skemmtir með tónlist og söng, Hjörtur Traustason Voice stjarna syngur nokkur lög

 

Suðureyri

14:00 Kröfuganga frá Brekkukoti 

Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar

Félagsheimili Súgfirðinga - Kaffiveitingar 

Ræða dagsins -  Finnbogi Sveinbjörnsson formaður VerkVest

Tónlistarflutningur/ söngur barna. - HIK söngur stúlknatríó

 

Blönduós

Félagsheimilið á Blönduósi kl. 15.00

USAH  sér um kaffiveitingar að venju

Skarphéðinn Einarsson og hulduherinn hans  munu sjá um tónlistaratriði 

Ræðumaður dagsins - Ósk Helgadóttir , varaformaður Framsýnar-stéttarfélags í Þingeyjarsýslum

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög, stjórnandi - Sveinn Árnason

Bíósýning fyrir börnin, góðar veitingar og frábær dagskrá

 

Akureyri

Kl. 13:30  Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið

Kl. 14:00  Kröfuganga leggur af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar 

Hátíðardagskrá í HOFI að lokinni kröfugöngu

Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna  - Hildur Sif Sigurjónsdóttir, leikskólakennari og félagsmaður í KÍ  Aðalræða dagsins - Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og SGS  

Skemmtidagskrá - Hundur í óskilum verður með brot úr sögu verkalýðshreyfingarinnar Kór Akureyrarkirkju - Söngur Borgarasviðsins 

Kaffiveitingar að lokinni dagskrá

 

Fjallabyggð

Dagskrá verður í sal félaganna,  Eyrargötu 24b Siglufirði milli kl. 14:30 og 17:00    

Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna - Margrét Jónsdóttir   

Kaffiveitingar

 

Húsavík

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí kl. 14:00. 

Dagskrá:

Ávarp - Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar, stéttarfélags

Söngur - Karlakórinn Hreimur. Stjórnandi Steinþór Þráinsson. Undirleikari Steinunn Halldórsdóttir

Hátíðarræða - Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ

Söngur og grín - Stefán Jakobsson ásamt Anda Ívarssyni flytja nokkur lög og grínast milli laga.

Gamanmál - Gísli Einarsson sjónvarpsmaður og skemmtikraftur

Söngur - Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen syngja nokkur þekkt dægurlög eins og þeim einum er lagið

Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn/alþýðusöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar og Jóna Matthíasdóttir stjórnar samkomunni

Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna

 

Þórshöfn

16:00 Karlakór Akureyrar þenur raddböndin af alkunnri snilld í Þórshafnarkirkju

17:00 Kaffiveitingar í Þórsveri framreiddar af dugnaðarforkunum í kvenfélagi Þórshafnar

Kynning á Verkalýðsfélaginu og krakkar úr tónlistarskólanum spila

Hundur í óskilum slær botninn í samkomuna 

Allir velkomnir jafnt félagsmenn sem utanfélagsmenn

 

Vopnafjörður

Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00

Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar.  Tónlistaratriði 

Ræðumaður - Gunnar Smári Gunnarsson

 

Borgarfjörður eystri

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12:00  

Kvenfélagið Eining sér  um veitingar

Ræðumaður - Reynir Arnórsson

 

Seyðisfjörður  

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00    

8. og 9. bekkir Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði

Ræðumaður - Lilja Björk Ívarsdóttir

 

Egilsstaðir 

Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.00  

Morgunverður og tónlistaratriði

Ræðumaður - Sverrir Mar Albertsson

 

Reyðarfjörður 

Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00  

9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sér um kaffiveitingar

Tónskóli Reyðarfjarðar

Ræðumaður - Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

 

Eskifjörður 

Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00 

Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar 

Tónskóli Reyðarfjarðar

Ræðumaður - Sigurður Hólm Freysson

 

Neskaupstaður 

Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl. 14:00

Tónlistaratriði: Félag harmonikkuunnenda Neskaupstað

Ræðumaður - Sverrir Mar Albertsson

 

Fáskrúðsfjörður 

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Skrúði kl. 15:00 

Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar 

Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar 

Ræðumaður - Lars Jóhann Andrésson

 

Stöðvarfjörður

Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00  

Kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar 

Ræðumaður - Eva María Sigurðardóttir

 

Breiðdalsvík 

Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli  kl. 14:00 

Kaffiveitingar og tónlistaratriði. 

Ræðumaður - Elva Bára Indriðadóttir

 

Djúpavogur 

Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 11:00 

Morgunverður og tónlistaratriði.

Ræðumaður - Grétar Ólafsson

 

Hornafjörður

Kröfuganga frá Víkurbraut 4 kl 13:30, takið með ykkur kröfuspjöld

Hátíðardagskrá á Hótel Höfn kl. 14:00, kaffiveitingar 

Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði 

Ræðumaður - Grétar Ólafsson

 

Selfoss

Kröfuganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00. Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin innandyra. 

Kynnir - Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags 

Ræður dagsins - Hilmar Harðarson formaður Fit og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum 

Skemmtiatriði - Danshópurinn Flækjufótur á Selfossi sýna línudans. Villi naglbítur syngur og skemmtir. 

Glæsilegar kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna í Hótel Selfoss. Sérstakt smáréttaborð fyrir börnin. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla sína. Teymt undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12:30.

 

Vestmannaeyjar

Dagskrá:

Kl. 14.00  Verkalýðsmessa í Landakirkju

Kl. 15.00  Baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum 

Kristín Valtýsdóttir flytur 1. maí ávarpið

Nemendur Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina

Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana

 

Reykjanesbær

Hátíðardagskrá í Stapa

Kl.13:45 Húsið opnar, Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist                                                                                                                                             Kl.14:00 Ólafur S. Magnússon Félagi iðn-og tæknigreina  

Söngur - Jóhanna Ruth Luna Jose 

Ræða dagsins - Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR og 1. varaforseti ASÍ                                                                                                                                                                                

Söngur - Magnús Kjartansson

Gamanmál - Ólafía Hrönn Jónsdóttir 

Sönghópur Suðurnesja, stjórnandi Magnús Kjartansson 

Kynnir - Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands ísl. Verslunarmanna. 

Kl.13:00 - Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík                                                                                                                                                                                     

 

Sandgerði

Í tilefni af baráttudegi verkafólks 1. maí verður Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis með opið hús að Tjarnargötu 8, húsi félagsins frá kl. 15 – 17.

Kaffi og meðlæti.

Banner KjarasamningarÍ dag lauk atkvæðagreiðslu um fyrirtækjaþátt aðalkjarasamnings á milli RSÍ og ISAVIA (5. kafla samningur). Á kjörskrá voru 37 og greiddu alls 30 atkvæði eða 78,4%. Niðurstöður voru eftirfarandi:

Já sögðu 25 eða 83,33%

Nei sögðu 5 eða 16,67%

Auðir eða ógildir voru 0 eða 0,00%

Samningurinn telst því samþykktur

rafidnadarsambandidDagana 29. og 30. apríl verður árlegur sambandsstjórnarfundur haldinn og að þessu sinni verður hann á Egilsstöðum. Venju samkvæmt verður veittir styrkir til góðgerðarmála og leitast verður til þess að þau verkefni sem styrkt eru séu á viðkomandi svæði. Við hvetjum því aðila sem vita um góð málefni á svæðinu (Austurland) sem vert væri að styðja við. Nauðsynlegt er að senda inn umfjöllun um það verkefni sem um ræðir. Nóg er að senda slíkar beiðnir á tölvupóstinn kristjan@rafis.is en mikilvægt er að setja textann "Styrkbeiðni 2016" í efni tölvupóstsins (e. subject). Í tölvupóstinum er mikilvægt að fram komi upplýsingar um tengilið (þar með talið símanúmer).

asi

Verslunin Bónus Langholti Akureyri var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum, stórmörkuðum og klukkubúðum víðsvegar um landið mánudaginn 4. apríl. Hæsta verðið var oftast að finna hjá 10-11 Laugavegi, eða í um helmingi tilvika. Í fjórðungi tilvika var hæsta verðið hjá Samkaupum-Strax Stigahlíð. Eins og áður sagði var lægsta verðið oftast að finna í versluninni Bónus eða í 60% tilvika og í Krónunni Vallarkór í um 20% tilvika. Oftast var verðmunurinn á hæsta og lægsta verði vöru frá 50% upp í 100%, en sjá mátti allt að 296% verðmun á milli verslana. 

Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar hjá Fjarðarkaupum eða 130 af 132, Iceland Engihjalla átti til 123 og Hagkaup Skeifunni 120. Fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá 10-11 eða aðeins 81 af 132 og átti Samkaup-Strax til 84. Af þeim vörum sem fáanlegar voru hjá 10-11 voru þær dýrastar í 71 tilviki af 81. Í þessari mælingu kemur því skýrt í ljós að hjá 10-11 er verðlagningin sú mesta í samanburðinum.  

Mikill verðmunur í mælingunni
Af þeim 132 matvörum sem eru í mælingunni, var verðmunurinn minnstur á BKI extra kaffi 400 g., sem var ódýrast hjá Krónunni á 538 kr. en dýrast hjá Samkaupum-Úrval Miðvangi, Hagkaupum og Iceland Engihjalla á 599 kr. sem jafngildir 11% verðmun. Mesti verðmunurinn var á lauk, sem var dýrastur á 309 kr./kg. hjá 10-11 en ódýrastur á 78 kr./kg. hjá Víði Skeifunni sem er 231 kr. verðmunur eða 296%. 

Af þeim vörum sem til voru í öllum verslununum má nefna að mikill verðmunur var á Vogaídýfu m/sweet chilli 175 g. sem var ódýrust á 245 kr. hjá Bónus en dýrust á 489 kr. hjá 10-11 sem gerir 100% verðmun. Annað dæmi um mikinn verðmun er Maryland double choocolade cookies 145 g. sem voru ódýrastar á 98 kr. hjá Bónus en dýrastar á 259 kr. hjá 10-11 sem gerir 164% verðmun. Ísinn Sun Lolly m/appelsínu var ódýrastur á 341 kr. hjá Bónus en dýrastur á 599 kr. hjá Samkaupum-Strax sem er 76% verðmunur. Sósujafnarinn frá Maizena dökkur 250 g. var ódýrastur á 242 kr. hjá Bónus en dýrastur á 479 kr. hjá 10-11 sem er 98% verðmunur. Einnig var mikill verðmunur á bláu Powerade 500 ml. sem var ódýrast á 187 kr. hjá Bónus en dýrast hjá 10/11 á 419 kr. sem er 124% verðmunur eða 232 kr.  

Af öðrum vörum í könnuninni má nefna að mikill verðmunur var á SS – vínarpylsum sem voru ódýrastar hjá Bónus á 1.348 kr./kg. en dýrastar hjá 10-11 á 1.963 kr./kg. sem er 46% verðmunur. Einnig var mikill verðmunur á Goða vínarpylsum sem voru ódýrastar hjá Bónus á 1.135 kr./kg. en dýrastar hjá Samkaupum-Strax á 1.556 kr./kg. sem er 37% verðmunur. Að lokum má nefna að tíðartapparnir frá o.b. comfort normal 16 stk. eru ódýrastir hjá Bónus á 279 kr. en dýrastir hjá 10-11 á 609 kr. sem er 118% verðmunur.     

Sjá nánari upplýsingar í töflu.  

Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er oft skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Skeifunni, Krónunni Vallarkór, Nettó Egilsstöðum, Iceland Engihjalla, Nóatúni, Hagkaupum Skeifunni, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Víði Skeifunni, Samkaupum-Úrval Hafnarfirði, Samkaupum-Strax Stigahlíð og 10-11 Laugavegi.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

orlofslog

Niðurstöður vegna úthlutunar orlofshúsa fyrir sumar 2016 verða sendar í tölvupósti til félagsmanna 5. apríl. Þeir sem fengu höfnun geta sótt um laus hús ef einhver verða á tímabilinu 18.-25. apríl. Eftir það gildir reglan "fyrstur kemur fyrstur fær" fyrir alla.

fraedsluskrifstofa

Opið er fyrir umsóknir í sveinspróf í sterkstraumsgreinum í júní 2016.

Umsóknarfrestur er frá 1. apríl til 30. apríl og ber að skila umsóknum á skrifstofu Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins, einnig má skila umsóknum í pósti eða á mail.

Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu undir " Ýmis eyðublöð " (smella hér)

Með umsókn skal fylgja burtfararskírteini og greiðsluyfirlit frá lífeyrissjóð.

Ekki er tekið við umsóknum nema öll fylgiskjöl fylgi umsókn og ekki er hægt að skrá sig eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Banner ASI 100 2

Á 100 ára afmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 12. mars 2016 framkvæmdu Lúðrasveit verkalýðsins, kvennakórarnir Hrynjandi og Katla auk meðlima í Karlakór Reykjavíkur magnaðan gjörning (Flash mob) og göngum Hörpunnar í Reykjavík. Alls tóku 160 manns þátt.(smella hér) Lagið sem þau fluttu var Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson við texta Halldórs Laxness.

 

VerkfallshnefiKjaradeilan í Straumsvík tekur nýja stefnu þegar kröfur ISAL/Rio Tinto og Samtaka atvinnulífsins (SA) breytast og skilgreina enn betur við hvaða "borð" fyrirtækið vill sitja. ISAL hefur reynt að halda því fram að fyrirtækið hafi ekki heimild til þess að nýta verktaka til að leysa verkefni innan girðingar hjá fyrirtækinu (þó eru nokkrir tugir verktaka við störf innan girðingar á hverjum degi og jafnvel þúsundir innan Hafnarfjarðar samkvæmt bæjarstjórn). Vísa þeir þar í yfirlýsingu í kjarasamningnum þar sem skilgreint er til hvaða starfa kjarasamningur verkalýðsfélaganna nær til.

Kjarasamningurinn nær til þeirra starfa sem unnin eru innan girðingar hjá ISAL, rétt eins og almennir kjarasamningar hér á landi ná til launafólks í viðkomandi grein. Kjarasamningur RSÍ við SA / Samtök rafverktaka (SART) nær til allra starfsmanna sem vinna við rafiðnað hér á landi og setur öll lágmarksviðmið á landinu. Það getur ekkert fyrirtæki valið sér að sniðganga þennan kjarasamning telji þeir hann of "góðan". Fyrirtækin eru bundin af því að fylgja ákvæðum hans, hins vegar geta fyrirtæki gert sérkjarasamninga við viðkomandi verkalýðsfélag um störf hjá viðkomandi fyrirtæki. Samsetning launa og réttindaákvæði eru þá samt sem áður alltaf betri í heildina en almennur kjarasamningur segir til um.

ISAL kjarasamningurinn var því gerður á sínum tíma til að tryggja ISAL stöðugleika í mannahaldi og tryggja gott aðgengi að starfsmönnum. ISAL vildi tryggja að fyrirtækið héldi í starfsfólk og að verkföll á almennum vinnumarkaði hefðu ekki áhrif á reksturinn þar innan girðingar. Því gerði fyrirtækið kjarasamning við verkalýðsfélögin og tryggðu jafnframt að þau störf sem eru í verktöku, eins og kerviðgerðir, yrðu jafn vel launuð og starfsmenn ISAL voru á þeim tíma. Þar var gerður sérstakur kjarasamningur um þau störf einnig til að tryggja frið á svæðinu.

Nú vill ISAL losa sig út úr verndun kjarasamnings ISAL og fá að nýta verktaka til þess að sinna enn fleiri störfum en í dag er. ISAL vill ekki tryggja starfsmönnum verktaka sambærileg laun heldur eiga starfsmenn verktaka sætta sig við að vera 19-40% lægri en starfsmenn ISAL og dansa þar á lágmarkslaunum. Iðnaðarmenn myndu vera um 19 - 24% lægri væru þeir utan "girðingar". 

En dugir það ISAL?

NEI, ISAL vill jafnframt að fyrst þeir ætla að greiða starfsmönnum verktaka þessi laun (19 - 40% lægri og án allra réttinda sem ISAL samningurinn kveður á um) þá megi starfsmenn verktakanna ekki njóta verkfallsréttarins! Grundvallarréttar launafólks! Fyrir 19 - 24% lægri laun þá þurfi starfsmenn að afsala sér verkfallsheimild með því að binda friðarskyldu viðkomandi verktaka.

ISAL vill sem sagt sitja við sitt eigið borð, svo maður noti þeirra orðalag, þeir vilja eiga kökuna og éta hana sjálfir EN ekki nóg með það þá ætla þeir að láta bakarann baka hana án þess að greiða nokkuð fyrir bakstur eða efnið. ISAL vill sitja við einstakt borð á kostnað launafólks! Ekkert fyrirtæki situr við borð eins og ISAL vill sitja við án þess að greiða fyrir það með skýrum hætti.

Það er greinilegt að ISAL/Rio Tinto sem og Samtök atvinnulífsins vilja lækka laun og draga úr réttindum launafólks hér á landi!

KÞS

asi rautt

Páskaeggin sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 9. mars s.l. hafa hækkað í verði í öllum verslunum nema Víði frá sambærilegri könnun sem gerð var á sama tíma í fyrra. Verð páskaeggjanna hefur hækkað mikið hvort sem um er að ræða egg frá Nóa, Freyju eða Góu en þau hafa hækkað í verði í öllum verslunum. Aðeins er lækkun hjá Víði en bæði eggin sem eru verðmerkt og voru til í báðum mælingunum lækka í verði.

Mesta hækkunin er á Freyju páskaeggi nr. 2 sem hefur hækkað mest hjá Bónus og Krónunni, um 21% hjá Bónus úr 453 kr. í 549 kr. og hjá Krónunni úr 454 kr. í 550 kr. um 20% hjá Fjarðarkaupum, 12% hjá Hagkaupum og 5% hjá Iceland. 

Páskaeggin frá Nóa Síríus hafa einnig hækkað mikið í verði, sem dæmi hefur páskaegg nr. 2 hækkað um 15% hjá Bónus, Krónunni og Fjarðarkaupum, um 9% í Nettó og Hagkaupum og um 5% hjá Samkaupum-Úrval, en lækkaði í verði hjá Víði um 14%. 

Hjá Góu hefur sem dæmi lakkrís páskaegg nr. 4 hækkað um allt að 25% mest hjá Nettó, svo um 15% hjá Samkaupum-Úrval, um 11% hjá Krónunni, um 10% hjá Bónus, um 8% hjá Fjarðarkaupum og um 7% hjá Hagkaupum en minnsta hækkunin er 4% hjá Iceland.

Af hverju skilar lækkað heimsmarkaðsverð og gengisstyrking sér ekki til neytenda?

Heimsmarkaðsverð á hrávörum s.s. sykri og kakóbaunum hefur lækkað frá öðrum ársfjórðungi í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þannig hefur heimsmarkaðsverð á sykri lækkað um 7% og verð á kakóbaunum um 5%. Á sama tíma hefur gengið verið að styrkjast; gengisvísitalan um 7,4% og dollarinn um 5,7%.

Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar kemur á óvart að páskaegg sem innihalda að mestu leiti kakóbaunir og sykur séu að hækka í verði eins og raun ber vitni. En verslunin í landinu verður að svara því hvers vegna verð páskaeggjanna sé að hækka á sama tíma og íslenska krónan er að styrkjast og töluverð lækkun er á hráefniskostnaði.

Samanburð milli verslana og tímabila má skoða á töfluformi hér. (smella hér)

Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ frá 24.03.2015. og 09.03.2016. Rétt er að árétta að mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Iceland, Víði,  Fjarðarkaupum, Samkaupum-Úrval og Hagkaupum. 

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?