rafidnadarsambandidMóttakan lokar 

Móttöku í Húsi fagfélagana, Stórhöfða 31, verður lokað frá og með mánudeginum 23. mars vegna Covid-19 veirunnar sem gengur nú yfir. Beinum við því til félagsmanna okkar að hafa samband við félögin með rafrænum hætti. Hægt er að hafa samband við starfsfólk RSÍ síma 5 400 100, í gegnum e-mail rsi@rafis.is eða í gegnum Facebooksíðu RSÍ

The reception closes

The reception at Húsi fagfélagana, Stórhöfða 31, will be closed from Monday, March 23, due to the Covid-19 virus currently undergoing. We therefore call on our members to contact the unions electronically. You can contact RSÍ staff at 5 400 100, via e-mail rsi@rafis.is or through Facebookpage RSÍ

rafidnadarsambandid2Síðustu vikur hafa verið annasamar vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu og víðast hvar í heiminum. Mikil vinna hefur verið lögð í samstarf innan ASÍ vegna aðgerða stjórnvalda vegna tímabundins samdráttar. Samninganefnd ASÍ hefur fundað daglega, í fjarfundi, og hefur ASÍ staðið vaktina fyrir okkur öll, með virkum samskiptum við baklandið. Verulega mikilvæg skref hafa verið stigin á Alþingi við að tryggja launafólki tekjur þrátt fyrir þau áföll sem dynja á okkur, hlutaatvinnuleysi stendur til boða þegar verulegur samdráttur hefur orðið í rekstri fyrirtækja en það þýðir að með lækkuðu starfshlutfalli og vinnuframlagi launafólks er viðkomandi tryggðar bætur á móti upp að ákveðnu hámarki. Það er þó þannig að fullar tekjur eru ekki tryggðar sem er miður. Úrræðið er tímabundið enda um tímabundið ástand að ræða.

Ákveðið hefur verið að útvíkka verkefnið “Allir vinna” en þar hefur endurgreiðsluhlutfall af virðisaukaskatti af vinnu verið hækkað upp í 100% vegna endurbóta við ýmis verkefni. Þetta mun skipta verulega miklu máli fyrir okkar greinar. 

Vegna smithættu vegna Covid-19 hefur skrifstofa RSÍ breytt starfsháttum til að tryggja áframhaldandi þjónustu við félagsmenn, við nýtum tæknina í enn meiri mæli en áður, fjarfundir eru nýttir oft á dag til að eiga samskipti. Miðstjórn RSÍ fundaði á föstudag og voru allir fundarmenn í fjarfundi. Það er mikilvægt að geta haldið starfseminni áfram með þessum hætti enda koma upp ýmis mál sem þörf er á að finna lausnir á. 

Nú er það svo að við höfum jafnframt hvatt félaga okkar til þess að mæta ekki á skrifstofuna heldur að nýta aðrar leiðir, síminn er opinn en auk þess er mjög einfalt að sækja um alla styrki í gegnum “mínar síður” en þar er hægt að skila öllum gögnum með rafrænum hætti. Það er með einföldum hætti hægt að “hitta” félaga sem þurfa ráðleggingar í gegnum fjarfundi ef þörf krefur. Við höfum skipt starfsfólki upp og nú þegar vinna margir að heiman frá sér enda er það gert til að tryggja þjónustu við félagsmenn.

Fastlega má gera ráð fyrir að aðgerðir stórnvalda verði hertar í dag eða á næstu dögum og þá gefur auga leið að móttaka skrifstofunnar mun loka fyrir utanaðkomandi, þ.e.a.s. ekki verður boðið upp á að félagsmenn geti mætt á skrifstofuna til að sækja þjónustu. Þegar það verður gert þá er rétt að ítreka að þjónusta verður áfram í boði í gegnum allar rafrænar leiðir (síma og tölvu). Það verða leiðir fyrir neyðarúrræði.

Þess ber að geta að í vikunni var skrifað undir kjarasamning við ISAL, álverið í Straumsvík. Gríðarlega jákvæðar fréttir en þar gefur auga leið að þær boðuðu aðgerðir höfðu þau áhrif að svo varð, samstaða starfsfólks skiptir öllu máli! Kjarasamningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum RSÍ í vikunni, í gegnum fjarfund eða þeim leiðum sem mögulegt er að nota við þær aðstæður sem uppi eru. 

Að lokum er rétt að ítreka og hvetja alla til þess að virða tilmæli Sóttvarnar-, Landlæknis sem og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjórans. Allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til er til þess að tefja útbreiðslu veirunnar og kemur okkur til hagsbóta sé farið eftir þeim tilmælum og bönnum sem sett hafa verið. Förum vel með okkur og hugum fyrst og fremst að hreinlæti. 

Þess má geta að atvinnurekendum ber að tryggja ykkur aðgengi að hreinlætisaðstöðu, aðstöðu fyrir handþvott, heitt rennandi vatn ásamt handsápu, auk þess sem aðgengi að handspritti þarf að vera til staðar. Þetta á að sjálfsögðu við um alla vinnustaði, einnig vinnustaði eins og á byggingarsvæðum eða í húsnæði þar sem breytingar standa yfir. Þetta snýst um ykkar öryggi og ekki hika við að gera athugasemdir ef þessu er ábótavant!

Kristján Þórður

Formaður RSÍ

rafidnadarsambandid rautt

Á miðstjórnarfundi í dag, föstudaginn 20.03.2020 var tekin ákvörðun um að bjóða félagsmönnum sem þurfa að fara í sóttkví orlofsíbúðir til leigu. Þessar íbúðir eru ekki bókanlegar á netinu, hafa þarf samband við Sigrúnu í síma 694-4959 til að bóka íbúð. Til að byrja með munum við bjóða upp á þrjár íbúðir og verða þær eingöngu fyrir þá sem eru í sóttkví, ekki í almennri útleigu. 

ISAL5

Í dag 18. mars skrifuðu samninganefndir stéttarfélaga sem eiga aðild að samningum við Ísal undir kjarasamning.

Verkföllum verður því frestað um tvær vikur, verið er að vinna sameiginlega kynningu á kjarasamningnum, verður hún birt eins fljótt og hægt er og kosið rafrænt um samninginn í framhaldinu.

Covid 19  

Í samræmi við þríhliða yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar frá 5.3 2020 um nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 hefur á undanförnum dögum verið unnið að lagafrumvarpi sem tryggja á launarétt launafólks sem þarf að sæta sóttkví skv. fyrirmælum yfirvalda. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram á Alþingi og er þar til meðferðar. 

Meginreglan verður sú að atvinnurekendur haldi áfram að greiða laun en ríkið endurgreiði þeim allt nema launatengdu gjöldin. Kanna ber möguleika á að starfsmenn fari í fjarvinnu og skerðast þá endurgreiðslur sem því nemur. Greiði atvinnurekandi ekki laun meðan á sóttkví stendur geta einstaklingar sótt sjálfir um greiðslur. Ef fjarvinna er möguleg skerðast greiðslur sem því nemur. Gert er ráð fyrir að greiðslur verði aldrei hærri en 633.000 kr. miðað við heilan almanaksmánuð og hámarkgreiðsla fyrir hvern almanaksdag því 21.100 kr. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að sjálfstætt starfandi einstaklingar í sóttkví geti átt sambærilegan rétt og launafólk.

Eftir að vinna hófst við gerð frumvarpsins var sett á tímabundið samkomubann. Af þeim ástæðum hefur orðið alvarleg röskun á skólastarfi þannig að nemendum er gert að sækja ekki skóla tiltekna daga eða tilteknar stundir dagsins. Af þeim ástæðum munu margir foreldrar ekki geta komið við gæslu barna sinna. Jafnframt hafa heilbrigðisyfirvöld hvatt til þess að samgangur barna og eldri kynslóða, afa og ömmu, verði takmörkuð til verndar þeim síðarnefndu. Samkomubann yfirvalda getur þannig haft sömu beinu áhrifin á launafólk eins og sóttkví þess sjálfs. Af þessum ástæðum hefur ASÍ að höfðu samráði við SA gert tillögur um að frumvarpinu verði breytt til þess að ná utan um þennan hóp launafólks. 

Heilbrigðisyfirvöld leggja mikla áherslu á að smit nái ekki til viðkvæmra hópa. Sá hópur sætir ekki sóttkví skv. fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda en ASÍ telur brýnt að haga málum þannig að úrræði frumvarpsins nái einnig til þeirra enda fari það í sóttkví að læknisráði. Breytingar hafa verið lagðar til í þessu efni.

covid 19 1300 x 400

The Icelandic labour market is currently fraught with uncertainty following the declaration of a global pandemic caused by the COVID-19 virus. Tourism and a number of related sectors are already facing a severe contraction, and there is a constant stream of news about official action being taken in other countries which will aggravate the economic contraction in Iceland. We are dealing with an unprecedented, temporary situation in the labour market to which we must react quickly, decisively and with foresight.

The goal is to protect workers and businesses from loss caused by a temporary setback, thus minimising the economic and social harm suffered by individuals, and helping businesses to survive this temporary downturn and return in full strength when the market recovers. An important part of this is to ensure that companies do not start laying off employees or act in ways that infringe on workers’ rights. This applies to all workers, whether they are Icelandic citizens or not.

The Icelandic government is preparing legislation to make it possible for businesses to offer their staff a modification of their employment contracts whereby a temporary reduction in working hours and pay would be compensated for through the payment of an unemployment allowance. The exact form the legislation will take is not known yet, but the bill is expected to be put to a vote in the Icelandic parliament later this week.

As soon as the content of the new legislation is known the trade unions will relay the information to their members and provide guidance on how to proceed. We advise everyone to keep themselves up-to-date with the latest developments, and we recommend that workers do not sign any new employment contracts relating to specific measures until the new legislation is in place.

asi rautt

Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum vinnumarkaði eftir að lýst hefur verið yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar. Nú þegar hefur orðið mikill samdráttur í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum og stöðugt berast upplýsingar um aðgerðir erlendis frá sem leiða til frekari samdráttar. Hér er um fordæmalausar og tímabundnar aðstæður á vinnumarkaði að ræða sem mikilvægt er að bregðast hratt við af festu og framsýni.

Markmið ASÍ er að verja launafólk og fyrirtæki vegna tímabundinna áfalla þannig að einstaklingar verði fyrir sem minnstum skaða, bæði fjárhagslegum og félagslegum, og að fyrirtæki komist í gegnum tímabundinn samdrátt og komi sterk til baka þegar úr rætist. Mikilvægur þáttur þess er að fyrirtæki grípi ekki til uppsagna eða aðgerða sem ganga á rétt starfsmanna. Það gildir jafnt um íslenskt og erlent launafólk.

Nú er unnið að löggjöf sem gerir ráð fyrir að fyrirtæki geti samið tímabundið við starfsfólk sitt um skert starfshlutfall en að starfsmenn fái á móti greiddar atvinnuleysisbætur. Útfærsla á slíkri löggjöf liggur ekki fyrir en þess er vænst að ný lög um þetta efni verði samþykkt síðar í þessari viku.

Stéttarfélögin munu upplýsa félagsmenn sína um efni laganna um leið og það liggur fyrir og leiðbeina félagsmönnum sínum um framhaldið. Við hvetjum launafólk til að fylgjast vel með framvindu mála og bíða með að ganga til samninga við atvinnurekendur sína um mögulegar aðgerðir þar til þetta liggur fyrir.

coronavirus covid 19 1980 468x328 W świetle zaleceń Epidemiologa dotyczących rozpowszechniania COVID-19, prosimy nie zgłaszać się osobiście do biura i korzystać z usług RSÍ, dzwoniąc pod numer 540 0100. Można również skorzystać z bezpośrednich numerów telefonów pracowników lub wysłać e-mail do wybranej osoby. Informacje o numerach telefonów i adresach pracowników, znajdą Państwo klikając tutaj.

Ważne jest, aby członkowie nie wchodzili do biura, jeśli ktoś z ich otoczenia jest chory lub poddany kwarantannie. (klikając tutaj.)

Możesz ubiegać się o wszystkie dotacje na "moich stronach".

Członkowie, którzy ubiegają się o zasiłek chorobowy, powinni skontaktować się z Ísleif pod  numerem 540-0125 lub za pomocą poczty elektronicznej, pisząc na adres: isleifur@rafis.is.

Członkowie Graphia, pragnący ubiegać się o dofinansowanie lub fundusz technologii drukowania, mogą skontaktować się z Hrönn pod numerem telefonu 540 0140 lub pod adresem e-mail hronn@rafis.is.

Nasi członkowie, którzy znajdują się na kwarantannie, czy powód był związku z wyjazdem za granicę, czy kogoś bliskiego na  kwarantannie, są proszeni o NIE udawanie się do domków letniskowych związków zawodowych.

 

Działania w związku z recesją na rynku pracy

Obecnie na rynku pracy występuje sytuacja kryzysowa po ogłoszeniu pandemii koronawirusa. Odczuwalne są już skutki recesji w sektorze turystycznym i gałęziach pokrewnych, a ponadto cały czas dochodzą do nas informacje na temat podejmowanych działań za granicą, które jeszcze w większym stopniu przyczyniają się do recesji. Ponieważ mamy do czynienia z bezprecedensową i tymczasową sytuacją na rynku pracy, należy zareagować szybko oraz podjąć zdecydowane i dalekowzroczne działania.

Naszym celem jest ochrona pracobiorców i pracodawców w związku z tymczasowym kryzysem w taki sposób, aby ponieść jak najmniejsze szkody, zarówno finansowe, jak i społeczne, oraz aby przedsiębiorstwa przetrwały tymczasową recesję i wyszły z niej całe, a nawet mocniejsze. Ważne, aby przedsiębiorstwa nie podejmowały działań w postaci zwolnień pracowników czy naruszania ich praw. Dotyczy to zarówno pracowników islandzkich, jak i zagranicznych.

Właśnie trwają prace nad wprowadzeniem ustawy, zgodnie z którą przedsiębiorstwa będą mogły zawierać tymczasowe porozumienia z pracobiorcami o zmniejszenie etatu, natomiast pracobiorcy będą mogli otrzymywać za utraconą część etatu zasiłek dla bezrobotnych. Projekt ustawy nie jest jeszcze gotowy, jednakże zatwierdzenie ustawy o powyższej treści zaplanowano na dalszą część tygodnia.

Związki zawodowe poinformują swoich członków o treści ustawy od razu, jak tylko zostanie przyjęta, a następnie poinstruują ich na temat dalszych etapów w sprawie. Apelujemy do pracobiorców o uważne śledzenie postępów w sprawie oraz wstrzymanie się przed zawieraniem umów ze swoimi pracodawcami dotyczącymi potencjalnych działań do czasu wejścia ustawy w życie.

 

rafidnadarsambandid rautt

Þeir félagsmenn okkar sem eru í sóttkví hvort sem er vegna ferðalaga erlendis eða vegna veikinda einhvers nákomins eru beðnir um að fara EKKI í orlofshús / íbúðir á vegum sambandsins. 

VerkfallshnefiNú liggja fyrir niðurstöður úr atkvæðagreiðslum félaga okkar sem starfa hjá ISAL um verkfallsaðgerðir til að knýja á um endurnýjun kjarasamnings, þar sem samningsdrög liggja á borðinu en Rio Tinto hyggst ekki skrifa undir. 

Félagar okkar hjá ISAL eru í tveimur aðildarfélögum og féllu atkvæði þannig:

Félag íslenskra rafvirkja:

Á kjörskrá voru:  15  
Alls greiddu atkvæði:   13   eða 86,7% 
Já sögðu  12  eða 92,3%

 

Félag rafeindavirkja:

Á kjörskrá voru:  9  
Alls greiddu atkvæði:    eða 100% 
Já sögðu  8  eða 88,9%

 

Verkfallsaðgerðir voru því samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?