rafidnadarsambandid2Í gær var skýrsla OECD kynnt um samkeppnismat OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Í kjölfarið birtust yfirlýsingar iðnaðarmálaráðherra, þar sem ráðherra lýsir því yfir að hægt sé að búa til eða losa um 30 milljarða kr. á ári í tengslum við þessa skýrslu. Í umfjöllun ráðherra kemur líka fram að nauðsynlegt sé að fara yfir löggildingu iðngreina, og þá líklega til þess að „búa til“ þessa 30 milljarða, þó svo það muni mæta andstöðu. Það verður að viðurkennast að þessi umræða sem þarna er sett af stað enn á ný, virðist eins og áður vera sett fram án þess að málefnaleg rök liggi að baki.

Með lögverndun iðngreina er stuðlað að meiri fagmennsku í vinnubrögðum, aukinni neytendavernd og öryggi landsmanna. Sparnaður fyrir samfélagið næst ekki með því að fella niður kröfur um fagleg vinnubrögð og fagréttindi. Þvert á móti má fastlega gera ráð fyrir því að kostnaður við nýbyggingar geti aukist verulega verði kröfur um fagmennsku felldar út. Kostnaður við breytingar, viðgerðir og viðhald verður meiri sé ekki farið eftir reglugerðum og stöðlum, né notast við hæft og vel menntað fagfólk sem býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði. Sparnaður fæst ekki með minni gæðum. Líf og heilsa íbúanna veltur á því að fagmennska ríki í vinnubrögðum.

Sú ríkisstjórn sem nú heldur um stjórnartaumana hefur ítrekað talað um mikilvægi menntunar en ekki síður mikilvægi þess að auka veg iðn- og verkgreina og fjölga nemendum í greinunum. Afnám löggildinga þessara greina myndi koma illilega í bakið á þessum nemendum og þeim sem starfa í þessum greinum, með alvarlegum afleiðingum.

Ríkisstjórnin talar um að efla íslenskan vinnumarkað og vill samtal um það, en á sama tíma lýsir ráðherra sig viljuga til að svipta beinlínis undan honum grundvellinum, með því að vega að menntun og fagmennsku. Það er ekki með nokkru móti hægt að taka undir orð ráðherra um endurskoðun á löggildingu iðngreina eða hefja samtal um aukna framþróun mála þegar farið er inn í umræðuna á þeim forsendum.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

rafidnadarsambandid2Atkvæðagreiðslum um kjarasamninga við ISAL lauk kl. 11 í dag og liggja niðurstöður fyrir. Starfsfólk ISAL samþykkir kjarasamningana sem gerðir voru í október. Niðurstöður eru eftirfarandi:

   Alls  Greidd atkvæði  Þátttaka 
Kjörsókn
 83   75  90,4% 
       
   Fjöldi   Hlutfall   
Já sögðu   64   85,3%    
Nei sögðu   9   12,0%   
Tóku ekki afstöðu   2   2,7%  

 

Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

 

rafidnadarsambandid2Við vekjum athygli á Covid-19 síðu RSÍ þar sem við höldum til haga þeim upplýsingum sem við teljum mikilvægastar hverju sinni og koma frá Sóttvarnaryfirvöldum. Í dag hefur síðan verið uppfærð með tilliti til nýjustu upplýsingum. Við hvetjum félaga okkar til þess að kynna sér síðuna og efni hennar. 

Hvetjum félaga okkar einnig til þess að taka höndum saman í baráttunni við veiruna líkt og við höfum gert á undanförnum mánuðum. Ef þið upplifið að ekki sé farið að lögum og reglum á ykkar vinnustað þá hvetjum við ykkur til þess að benda fulltrúum fyrirtækisins á þá vankanta sem uppi eru og jafnframt að tilkynna um frávik til yfirvalda. Á vefsíðunni covid.is er hnappur til þess að tilkynna um brot. 

Smelltu hér til að nálgast upplýsingasíðu RSÍ vegna Covid-19.

ISAL5

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins  vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslensra rafvirkja og Félags rafeindavirkja og FIT – Félags iðn- og tæknigreina hins vegar hefst fimmtudaginn 5. nóvember 2020 klukkan 11:00.

Greiða atkvæði (smella hér)

Rafræn atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins  vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslensra rafvirkja og Félags rafeindavirkja og FIT – Félags iðn- og tæknigreina hins vegar hefst fimmtudaginn 5. nóvember 2020 kl. 11:00 og stendur til kl. 11:00 þriðjudaginn 10. nóvember 2020. 

Hægt er að greiða atkvæði í gegnum heimasíður félaganna. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna allra félaganna fer fram á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Hlífar að Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði fimmtudaginn 5. nóvember 2020 frá kl. 13:00 – 16:00, föstudaginn 6. nóvember 2020 frá kl. 09:00 – 16:00 og mánudaginn 9. nóvember 2020 frá kl. 09:00 – 16:00. Vegna COVID-19 faraldursins eru félagsmenn þó hvattir til þess að greiða atkvæði sitt með rafrænum hætti. 

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér vel innihald samningsins og nýta atkvæðisrétt sinn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar þriðjudaginn 10. nóvember 2020. 

rafidnadarsambandid bleikur

Vegna COVID 19 ástandsins í samfélaginu hefur RSÍ ákveðið að  loka og afturkalla allar leigur á orlofshúsum og íbúðum frá 2 nóvember  til  20. nóvember 2020 . Við fylgjumst að sjálfsögðu með fréttum og stöðu á samkomubanni og látum vita ef eitthvað breytist.

 

Jafnframt hvetjum við alla sem eiga bókað orlofshús um helgina að afbóka leiguna, fylgja fyrirmælum Almannavarna og vera heima.  

Allar leigur verða endurgreiddar að fullu. Þeir félagsmenn sem eiga bókað hjá okkur í nóvember eru beðnir um að senda tölvupóst á hronn@rafis.is, helgaa@2f.is, Gerdur@rafis.is og rsi@rafis.is eða hafa samband við skrifstofu í síma 540-0100

Closing of holiday cottages and apartments RSÍ due to the COVID 19 situation. "We listen to Víði"

Because of COVID 19, RSÍ has decided to close and revoke all rentals of holiday cottages and apartments from November 2nd to  November 20th. We, of course, monitor the news and the status of the ban, and we will notify if anything changes.

All dwellings and apartments will be fully refunded. Members who book with us in November are asked to send an e-mail with banking details to rsi@rafis.is or contact us at 540-0100. 

orlofslog

Mánudaginn 2. nóvember kl 9:00 verður opnað fyrir bókanir á orlofshúsum innanlands fyrir janúar til maí 2021.

Í janúar 2021 verður opnað fyrir umsóknir vegna páskatímabils. Í febrúar 2021 verður opnað fyrir umsóknir vegna sumartímabils. Nánari upplýsingar verða sendar í fréttabréfi þegar nær dregur.

Umsókn (smella hér)

ISAL5Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í kvöld undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi hf. Efni kjarasamninganna verður nú kynnt starfsfólki sem fær í kjölfarið tækifæri til að greiða atkvæði um endanlegt gildi þeirra. Að baki er löng og ströng samningalota. Sá árangur sem nú hefur náðst er tilkominn vegna þeirrar ríku samstöðu og hvatningar sem samninganefndin hefur notið frá starfsfólki álversins í öllu því ferli.

Nordural

449 voru á kjörskrá og þar af kusu samtals 399 eða 88,9%

Já =                     356 eða 89,22%  

Nei =                     32 eða 8,02%  

Tek ekki afstöðu = 11 eða 2,76%


Alls bárust 9 kærur á kjörskrá, 8 var bætt inn á kjörskrá og 1 var hafnað

 

 

Við, hjá RSÍ, viljum koma á framfæri þökkum til ykkar kæru félagsmenn fyrir að hafa sýnt ábyrgð í verki og afbókað orlofshús á landsbyggðinni á meðan núverandi sóttvarnarreglur eru í gildi þar sem fólk er hvatt til að halda sig innan sinna byggðalaga.

Saman tekst okkur þetta og persónulegar sóttvarnir eru lang, lang áhrifaríkastar í þessu skrítna árferði.

Vetrarfríin á höfuðborgarsvæðinu hefjast í dag og ljóst að hugsa þarf í lausnum til að gera þennan tíma sem skemmtilegastan fyrir fjölskyldur í vetrarfríi. Meira um sóttkví og afþreyingarhugmyndir í vetrarfríi hér!

 

 

asi thing 2020

 

Á 44. þingi Alþýðusambands Íslands sem haldið var í 300 manna fjarfundi í dag var samþykkt að breyta lögum sambandsins þannig að varaforsetum verður fjölgað úr tveimur í þrjá. Í kosningu um þetta nýja embætti var aðeins Ragnar Þór Ingólfsson í framboði og var hann því sjálfkjörinn.  

Ekki bárust nein mótframboð um embætti forseta ASÍ, 1. varaforseta né 2. varaforseta og eru Drífa Snædal, Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir því sjálfkjörin í þau embætti. Þá voru 11 einstaklingar sem kjörnefnd gerði tillögu um, sjálfkjörnir sem aðalmenn í miðstjórn þar sem engin mótframboð bárust.

Miðstjórn ASÍ 2020-2022 verður því þannig skipuð:

  • ASÍ Drífa Snædal, forseti ASÍ
  • RSÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, Félag Rafeindavirkja, 1. varaforseti
  • SGS Sólveig Anna Jónsdóttir, Efling stéttarfélag, 2. varaforseti
  • LÍV Ragnar Þór Ingólfsson, VR, 3. varaforseti 
  • SGS Hjördís Þóra Sigþórsdóttir, AFL – starfsgreinafélag
  • SGS Hörður Guðbrandsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur 
  • SSÍ Valmundur Valmundarson, Sjómannafélagið Jötun  
  • Bein aðild Guðmundur Helgi Þórarinsson, Félag vélstjóra og málmtæknimanna  
  • SGS Björn Snæbjörnsson, Eining – Iðja 
  • LÍV Eiður Stefánsson, Félag verslunar og skrifstofufólks Akureyri 
  • SGS Finnbogi Sveinbjörnsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga  
  • SGS Halldóra Sveinsdóttir, Báran - stéttarfélag 
  • Samiðn Hilmar Harðarson, Félag iðn- og tæknigreina
  • LÍV Harpa Sævarsdóttir, VR 
  • LÍV Helga Ingólfsdóttir, VR

Tvær ályktanir samþykktar á þingi ASÍ (smella hér)

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?