Fréttir frá 2020

11 2. 2020

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins vegna Rio Tinto á Íslandi hf.

ISAL5

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins  vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslensra rafvirkja og Félags rafeindavirkja og FIT – Félags iðn- og tæknigreina hins vegar hefst fimmtudaginn 5. nóvember 2020 klukkan 11:00.

Greiða atkvæði (smella hér)

Rafræn atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins  vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslensra rafvirkja og Félags rafeindavirkja og FIT – Félags iðn- og tæknigreina hins vegar hefst fimmtudaginn 5. nóvember 2020 kl. 11:00 og stendur til kl. 11:00 þriðjudaginn 10. nóvember 2020. 

Hægt er að greiða atkvæði í gegnum heimasíður félaganna. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna allra félaganna fer fram á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Hlífar að Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði fimmtudaginn 5. nóvember 2020 frá kl. 13:00 – 16:00, föstudaginn 6. nóvember 2020 frá kl. 09:00 – 16:00 og mánudaginn 9. nóvember 2020 frá kl. 09:00 – 16:00. Vegna COVID-19 faraldursins eru félagsmenn þó hvattir til þess að greiða atkvæði sitt með rafrænum hætti. 

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér vel innihald samningsins og nýta atkvæðisrétt sinn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar þriðjudaginn 10. nóvember 2020. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?