rafidnadarsambandid rautt

Komið er skipulag fyrir Bridgemótaröðina eftir áramótin. Spilað er á fimmtudagskvöldum og hefst spilamenskan stundvíslega kl 19:00.  Allir félagsmenn velkomnir

09.01.2020 Byko bikarinn tvímenningur

23.01.2020 Byko bikarinn tvímenningur

06.02.2020  Byggiðn bikarinn tvímenningur

20.02.2020  Byggiðn bikarinn tvímenningur

05.03.2020 Húsasmiðjubikarinn sveitakeppni

19.03.2020 Húsasmiðjubikarinn sveitakeppni

03.04.2020  Lokakvöld einmenningur

rafidnadarsambandid2Staða kjaraviðræðna er þannig að búið er að skrifa undir kjarasamninga við RARIK og HS Veitur og hefur samningur við HS Veitur þegar verið samþykktur og greitt var út í samræmi við samninginn um mánaðarmótin. Kjarasamningur við RARIK var kynntur fyrir starfsfólki í morgun. Kjarasamningarnir byggja á sama grunni og þeir samningar sem gerðir hafa verið á undanförnum mánuðum. 

Á föstudag var haldinn miðstjórnarfundur hjá RSÍ þar sem farið var yfir stöðu kjaraviðræðna, skipað var í Félagsdóm iðngreina en dómurinn er hluti af Félagsdómi og er kallaður til þegar málefni tengist viðkomandi greinum. Farið var yfir stöðu ýmissa verkefna sem eru í gangi hjá RSÍ en má þar nefna að nú stendur yfir stefnumótunarvinna hjá sambandinu þar sem horft verður fram á veginn, hvernig við viljum sjá RSÍ á næstu 5-10 árum. Vinnan er rétt að fara af stað og stefnt er að því að henni ljúki í byrjun maí á næsta ári. 

Innan verkalýðshreyfingarinnar eru miklar umræður um stöðu lífeyrismála en í tengslum við síðustu kjarasamninga lögðum við mikla áherslu á að styrkja stöðu félaga okkar þegar kemur að lífeyrisréttindum. Lögfesting á hærra framlagi í sjóðina með þeim mikilvæga möguleika á að velja hvort viðbótin fari í samtryggingarsjóð eða í tilgreinda séreign. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hvaða áhrif það hefur að ákveða að ráðstafa iðgjaldinu að hluta úr samtryggingarsjóðnum því slíkt hefur áhrif á þau réttindi sem sjóðurinn greiðir til æviloka. Slíkt getur jafnframt haft veruleg áhrif missi starfsfólk starfsgetuna á starfsferlinum. Þegar örorkubætur eru greiddar þá er tekið tillit til uppreiknaðs framlags til loka starfsævinnar og getur því skipt sköpum verði fólk fyrir skakkaföllum sem þessum.

Það er ljóst að nauðsynlegt verður fyrir verkalýðshreyfinguna að taka stefnumarkandi umræðu innan okkar raða um það með hvaða hætti við sjáum lífeyriskerfið og samspil við almannatryggingar til frambúðar. Þriggja stoða kerfi samtryggingar, almannatryggina og séreignarsparnaðar var uppleggið að því kerfi sem við búum við í dag þó svo að ríkið hafi dregið verulega úr vægi framlags TR í þessu verkefni. Því þarf að breyta! En hvernig viljum við sjá þetta til framtíðar þegar við erum komin á hálfrar aldar afmælisár lífeyriskerfisins.

Í vikunni halda kjaraviðræður áfram, fundað verður með fulltrúum Landsnets, OR og Ríkisins. 

KÞS

Jolaball2019 2

Jólaball Rafiðanaðarsambandsins verður haldið að Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2. Reykjavík, sunnudaginn 15. desember kl.15: - 17:00.

Dansað kringum jólatré, veitingar og jólasveinar gefa börnum jólapakka.

Miðar verða til sölu frá og með mánudeginum 2. desember til kl.16:00 miðvikudaginn 11. desember.jolaball.2019 2

Miðar eru seldir á vef RSÍ. (smella hér)

Miðaverð: Fullorðnir 1200 kr., börn 500 kr.

EKKI VERÐUR HÆGT AÐ KAUPA MIÐA VIÐ INNGANGINN,
TAKMARKAÐUR FJÖLDI MIÐA Í BOÐI.

Banner Kjarasamningur undirritadurÍ gær var skrifað undir kjarasamning við HS Veitur og var samningurinn kynntur fyrir félagsmönnum seinnipartinn í dag. Síðan var skrifað undir kjarasamning við RARIK í dag en unnið er að því að gera kynningarefni og verður samningurinn kynntur fyrir félagsmönnum á föstudagsmorgun og hefst þá atkvæðagreiðsla uppúr því. 

2FÍ vikunni héldu áfram fundir vegna endurnýjun fjölmargra kjarasamninga. Fundað var með fulltrúum Landsnets, ISAL, Ríkinu, Reykjavíkurborg og RARIK. Ekki er hægt að segja að mikill gangur hafi verið í málum í vikunni þó svo málin mjakist áfram og þá helst hjá RARIK. Bindum við vonir um að það fari að draga til tíðinda þar á næstu dögum. 

Vinnustaðaeftirlit hélt að sjálfsögðu áfram í vikunni en farnar voru eftirlitsferðir á Höfuðborgarsvæðinu auk þess að vinnustaðir voru heimsóttir á Reykjanesinu. Í eftirlitsferðum vikunnar hittu eftirlitsfulltrúar ASÍ á annað hundrað starfsmanna víðsvegar um landið.

Á föstudag var formleg opnun á nýuppgerðu skrifstofuhúsnæði á Stórhöfða 31 þar sem RSÍ og aðildarfélög, MATVÍS, Samiðn, FIT og Byggiðn eru til húsa. Í kjölfar nafnasamkeppni sem haldin var fyrr á árinu þá varð nafnið Hús Fagfélaganna fyrir valinu. Samstarfið er því kallað 2F í Húsi Fagfélaganna. Við formlega athöfn var verðlaunahöfum úr nafnasamkeppninni veitt verðlaun. Það vildi svo til að tveir aðilar voru með tillögur að sama nafni en það voru þau Þóra G. Thorarensen og Guðmundur Ingvar Kristófersson. 

Samstarfið byggir á því að bæta enn frekar þjónustu við félagsmenn, sameiginleg móttaka er í húsinu auk þess að sambærileg starfsemi mismunandi sviða félaganna eru á einum stað, starfsfólk í kjaramálum starfa hlið við hlið, starfsfólk sem sinnir sjúkrasjóðs og orlofsmálum starfa saman. Í húsinu eru fimm VIRK starfsendurhæfingarfulltrúar. Starfsfólk sem sinnir bókhaldsmálum, vinnustaðaeftirlitsfulltrúar og mælingafulltrúar starfa í meiri nánd svo dæmi séu nefnd að ógleymdu sameiginlegu mötuneyti fyrir allt húsið sem jafnframt þjónustar fleiri aðila á Stórhöfða.

KÞS

idan2

IÐAN fræðslusetur óskar eftir sviðsstjóra prent- og miðlunarsviðs í sinn öfluga hóp starfsmanna. Sviðsstjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra IÐUNNAR, sviðsstjórn prent- og miðlunarsviðs sem og sviðsstjórum matvæla-, veitinga- og bílgreinasviðs IÐUNNAR. Ráðið verður í starfið sem fyrst

Umsóknarfrestur 24. nóvember.

      Helstu verkefni:

 • Stefnumótun fyrir sviðið auk rekstrar- og fjárhagsáætlunargerðar.
 • Skipulagning á fræðslustarfi fyrir prent- og miðlunargreinar.
 • Samstarf við lykilfólk í prent- og miðlunargreinum, innlendar og erlendar menntastofnanir og systurfélög vegna sí- og endurmenntunaráætlana.
 • Heldur utan um og stjórnar framleiðslu á nýjum námsleiðum eða námsefni og öðrum þjónustuþáttum.
 • Vinnur að þróun rafrænnar fræðslu - eftirfylgni með gerð vefnámskeiða, aðstoð við framleiðslu vefnáms.
 • Vinnur að almennum námskeiðum IÐUNNAR.

       Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Framúrskarandi samskiptafærni, frumkvæði og árangursdrifni.
 • Menntun sem nýtist í starfið.
 • Þekking á prent- og miðlunargreinum kostur.
 • Framúrskarandi vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • Þekking/reynsla af verkefnastjórnun.
 • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
 • Menntun í kennslufræði og/eða vefnámi er kostur .

  Upplýsingar og umsókn:
  capacent.com/s/15151

 

rafidnadarsambandid2Þessar vikurnar stendur yfir vinna innan RSÍ að vinna úr ýmsum þáttum tengdum þeim kjarasamningum sem afgreiddir hafa verið á undanförnum mánuðum. Það eru fjölmargar bókanir í samningum sem þarf að vinna úr, unnið er að útfærslu á mismunandi styttingum vinnutímans og það er verið að vinna við uppfærslu launareiknivélar sem sett verður á heimasíður iðnaðarmannafélaganna. Í kjarasamningi RSÍ og SA/SART er jafnframt bókun um að vinna skuli að gerð heildstæðs kjarasamnings fyrir starfsfólk í tækniiðnaði en í þeim kjarasamningi sem samþykktur var í maí er þó stigið markvisst skref þar sem að gerður verði sérkjarasamningur á milli RSÍ/FTR og SA fyrir tæknifólk í rafiðnaði. 

Þetta þýðir það að hluti aðalkjarasamnings tekur markvisst á mismunandi störfum innan rafiðngreinanna. Þegar kemur að endurnýjun kjarasamningsins þá getur þetta leitt til þess að ennþá markvissari vinna verður í samningaviðræðum við SA um réttindamál félagsmanna okkar sem taka laun samkvæmt þessum aðalkjarasamningi. 

Umræða hefur verið um það með hvaða hætti greidd eru atkvæði um kjarasamninga RSÍ og kröfur hafa komið fram um að skipta atkvæðagreiðslum upp eftir síðustu atkvæðagreiðslu en þar sem um heildarkjarasamning sem nær yfir öll aðildarfélög eða ná yfir félagsmenn sem starfa í sömu sérgrein þá er framkvæmd ein atkvæðagreiðsla. Þessu fyrirkomulagi er hægt að breyta með tvennum hætti, að breyta lögunum eða þá að samninganefnd ákveði að skipta atkvæðagreiðslu upp, slíka ákvörðun þarf að taka í samninganefnd ef slíkt ætti að gera og var ákveðið að gera það ekki í síðustu atkvæðagreiðslu.

Þegar kemur að undirritun kjarasamninga þá er það samninganefnd RSÍ sem metur hvort lengra verði komist í kjaraviðræðum, telji nefndin að svo sé ekki, þ.e.a.s. ekki verði lengra komist í viðræðum og að innihald samnings geti leitt til þess að samningur verði samþykktur þá er nauðsynlegt að fá fram afstöðu félagsmanna við þeim ákvæðum sem þá eru á borðinu, þá er gengið til undirritunar og ætíð liggur þar vilji nefndarinnar undir og samninganefndin skrifar undir kjarasamninginn. Sem dæmi má nefna er kjarasamningur RSÍ-SA/SART (almenni kjarasamningurinn) sem skrifað var undir þann 3. maí 2019 en hér má sjá hvernig undirritunin fór fram að þessu sinni. 

Tryggt er að öll aðildarfélög RSÍ hafi fulltrúa í samninganefndinni og að ekki sé skrifað undir nema sátt ríki í samninganefndinni um framgang mála. Í samningaviðræðum þarf oft á tíðum að sættast á málamiðlanir. Þegar síðasti kjarasamningur var undirritaður voru þar þrír fulltrúar FÍR auk fulltrúa FTR, RFS, FÍS og FRV. Telji fulltrúar í samninganefnd ástæðu til að skrifa ekki undir kjarasamning þá er ekki skrifað undir. 

KÞS

Banner Kjarasamningur

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ, VM og Samiðnar sem undirritaður þann 1. nóvember er lokið. 

Kjörsókn var 84,3%.  84,88% samþykktu samninnginn, 12,79% höfnuðu honum og 2,33% skiluðu auðu..

 

fir

Fundurinn verður kl.18 miðvikudaginn 13. nóvember á Stórhöfða 31, jarðhæð, gengið inn Grafarvogsmegin

Dagskrá:

 1. Kosning fundarstjóra
 2. Fara yfir skoðanakönnun FÍR, umræður: Tómas Bjarnason frá Gallup
 3. Svör við spurningum úr skoðanakönnun
 4. Farið yfir Lögfræðiálit vegna framkvæmdar kosninga um kjarasamning, umræður: Ólafur Karl Eyjólfsson lögfræðingur RSÍ
 5. Stofnun deildar Innan FÍR fyrir nema og ómenntaða, umræður: Andri R.
 6. Hver er framtíðarstefna FÍR?
 7. Önnur mál

Boðið upp á léttan kvöldmat

rafidnadarsambandidÍ upphafi vikunnar kynntum við kjarasamning sem RSÍ, VM og Samiðn gerðu við Landsvirkjun fyrir starfsmönnum. Kynningin fór fram í Búrfellsvirkjun og var send út á aðrar starfsstöðvar Landsvirkjunar. Atkvæðagreiðsla stendur til loka dags 11. nóvember og því munu niðurstöður liggja fyrir á þriðjudag. Kjaraviðræður héldu áfram hjá Landsneti en það má með sanni segja að bakslag hafi komið í viðræður þar og ekki er ljóst hvenær þær viðræður munu skila árangri. Fundað var hjá RARIK á föstudag en þar þokast viðræður áfram en næsti fundur hefur verið boðaður eftir rúma viku. Fundað var með fulltrúum ISAL á þriðjudagsmorgun en sá fundur skilaði engum árangri. Fundað var með fulltrúum Reykjavíkurborgar sem og Ríkisins í vikunni. 

Í vikunni fór fram þing Evrópsku byggingamannasamtakanna (EBTF). Sam Hägglund lét af störfum sem framkvæmdastjóri eftir að hafa sinnt því starfi um árabil með góðum árangri. Nýr framkvæmdastjóri heitir Tom Deleu og kemur frá Belgíu. Nýr formaður EBTF var líka kjörinn en hann heitir Johan Lindholm. Johan er formaður sænska Byggingamannasambandsins. Til umræðu á þinginu  var aðgerðaráætlun næstu fjögurra ára auk þess sem þrjár ályktanir voru samþykktar m.a. um umhverfismál, vinnuverndarmál, réttinda og kjaramál svo dæmi séu nefnd.

Miðstjórn ASÍ fundaði í vikunni en á fundinum var m.a. farið yfir stöðu mála gagnvart stjórnvöldum í eftirfylgd með kjarasamningum. Formaður Neytendasamtakanna kynnti gang mála í baráttunni gegn smálánafyrirtækjum en um gríðarlega mikilvægt mál er að ræða sem bráðnauðsynlegt er að koma í eðlilegt horf. 

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?