Fréttir frá 2019

11 16. 2019

Vinna í tengslum við kjarasamninga, undirritanir og vinna í samninganefndum

rafidnadarsambandid2Þessar vikurnar stendur yfir vinna innan RSÍ að vinna úr ýmsum þáttum tengdum þeim kjarasamningum sem afgreiddir hafa verið á undanförnum mánuðum. Það eru fjölmargar bókanir í samningum sem þarf að vinna úr, unnið er að útfærslu á mismunandi styttingum vinnutímans og það er verið að vinna við uppfærslu launareiknivélar sem sett verður á heimasíður iðnaðarmannafélaganna. Í kjarasamningi RSÍ og SA/SART er jafnframt bókun um að vinna skuli að gerð heildstæðs kjarasamnings fyrir starfsfólk í tækniiðnaði en í þeim kjarasamningi sem samþykktur var í maí er þó stigið markvisst skref þar sem að gerður verði sérkjarasamningur á milli RSÍ/FTR og SA fyrir tæknifólk í rafiðnaði. 

Þetta þýðir það að hluti aðalkjarasamnings tekur markvisst á mismunandi störfum innan rafiðngreinanna. Þegar kemur að endurnýjun kjarasamningsins þá getur þetta leitt til þess að ennþá markvissari vinna verður í samningaviðræðum við SA um réttindamál félagsmanna okkar sem taka laun samkvæmt þessum aðalkjarasamningi. 

Umræða hefur verið um það með hvaða hætti greidd eru atkvæði um kjarasamninga RSÍ og kröfur hafa komið fram um að skipta atkvæðagreiðslum upp eftir síðustu atkvæðagreiðslu en þar sem um heildarkjarasamning sem nær yfir öll aðildarfélög eða ná yfir félagsmenn sem starfa í sömu sérgrein þá er framkvæmd ein atkvæðagreiðsla. Þessu fyrirkomulagi er hægt að breyta með tvennum hætti, að breyta lögunum eða þá að samninganefnd ákveði að skipta atkvæðagreiðslu upp, slíka ákvörðun þarf að taka í samninganefnd ef slíkt ætti að gera og var ákveðið að gera það ekki í síðustu atkvæðagreiðslu.

Þegar kemur að undirritun kjarasamninga þá er það samninganefnd RSÍ sem metur hvort lengra verði komist í kjaraviðræðum, telji nefndin að svo sé ekki, þ.e.a.s. ekki verði lengra komist í viðræðum og að innihald samnings geti leitt til þess að samningur verði samþykktur þá er nauðsynlegt að fá fram afstöðu félagsmanna við þeim ákvæðum sem þá eru á borðinu, þá er gengið til undirritunar og ætíð liggur þar vilji nefndarinnar undir og samninganefndin skrifar undir kjarasamninginn. Sem dæmi má nefna er kjarasamningur RSÍ-SA/SART (almenni kjarasamningurinn) sem skrifað var undir þann 3. maí 2019 en hér má sjá hvernig undirritunin fór fram að þessu sinni. 

Tryggt er að öll aðildarfélög RSÍ hafi fulltrúa í samninganefndinni og að ekki sé skrifað undir nema sátt ríki í samninganefndinni um framgang mála. Í samningaviðræðum þarf oft á tíðum að sættast á málamiðlanir. Þegar síðasti kjarasamningur var undirritaður voru þar þrír fulltrúar FÍR auk fulltrúa FTR, RFS, FÍS og FRV. Telji fulltrúar í samninganefnd ástæðu til að skrifa ekki undir kjarasamning þá er ekki skrifað undir. 

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?