Fréttir frá 2021

12 14. 2021

Reiknivélar RSÍ

Reiknivélar til að reikna út vinnuskipulag, styttingu vinnuvikunnar, yfirvinnu og fleira hafa verið kynntar á félagsfundum RSÍ í haust. Þær eru hentugar þegar skoða þarf breytingar á tilhögun vinnu- og kaffitíma, útreiknings yfirvinnu og ýmissa annarra atriða. Reiknivélarnar munu þannig einfalda og draga fram á skýran hátt hvernig vinnutíminn tekur breytingum miðað við ólíkar forsendur.

Eru vinnustaðir að fara í breytingar? Þá er gott að skoða möguleikana með reiknivélunum.

Félagar eru hvattir til að kynna sér reiknivélarnar og leita til okkar ef það vakna spurningar um vinnutímann.

Reiknivélarnar eru í sífelldri þróun og gott er að fá fram ábendingar um það sem betur mætti fara.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?