Fréttir frá 2021

09 16. 2021

Breytt tímabil fyrir styrki

rafidnadarsambandid rautt 

Tekin hefur verið ákvörðun um að gera breytingar á greiðslutímabili styrkja hjá RSÍ.

Hingað til hefur réttur til styrkja miðast við almanaksárið. Frá og með 21.10.2021 mun réttur til styrkja miðast við 12 mánaða tímabil óháð almanaksárinu.

Dæmi: Félagsmaður sækir um líkamsræktarstyrk 08.08.2021 sem kemur til greiðslu 31.08.2021. Réttur til að sækja næst um styrk opnast 01.09.2022. Það þýðir að 12 mánuðir þurfa að líða á milli umsókna en réttur miðast við greiðsludagsetningu mánaðar sem greitt er út.

Nýtt fyrirkomulag gildir frá og með 21.10.2021, umsóknir sem berast frá þeim tíma koma til greiðslu 30.11.2021. Réttur til styrks endurnýjast að 12 mánuðum liðnum og þá er aftur hægt að sækja um frá og með 01.12.2022.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?