Fréttir frá 2020

12 15. 2020

Launakönnun RSÍ 2020

Launakonnun 2020 banner

Launakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands er komin á heimasíðu RSÍ.

Árleg launakönnun RSÍ var gerð í október síðastliðnum. Þátttaka í könnuninni var heldur minni en í fyrra en alls svöruðu 1.319 félagsmenn eða um 28% félagsmanna samanborið við 34% 2019.  Það sem mikilvægast er að horfa í er hvernig launaþróun dagvinnulauna er á milli ára. Að meðaltali eru dagvinnulaun í september 2020 648.000 kr. og  hækka um rúm 4,4% að meðaltali frá 2019. Það er hins vegar misjafnt á milli félaga hvernig breytingar mælast en mest er hækkun dagvinnulauna hjá félagi rafeindavirkja eða 7,4% en dagvinnulaun lækka að meðaltai um 4% hjá félagi Rafiðnaðarmanna á Suðurlandi. Rétt er að taka fram að tiltölulega fáir svarendur eru í hvorum hópi fyrir sig sem getur valdið meiri sveiflum í mælingum á milli ára. Hækkun heildarlauna er á svipuðu róli og hækkun dagvinnulauna en heildarlaun mældust 804.000 kr og hækka um 3,8% á milli ára.

Nær allir svarendur eru í fullu starfi eða 94% sem er fjölgun um 2% frá síðustu könnun. Vinnutími fólks í fullu starfi er 182 stundir og styttist um nærri fimm stundir frá síðustu könnun. Samhliða þessu er fróðlegt að skoða niðurstöður varðandi vinnutímastyttingu en 63,7% svarenda segja vinnutímastyttingu þegar hafa farið fram á sínum vinnustað eða hafa verið undirbúna. Því fleiri sem svara því til að vinnutímastytting hafi farið fram því styttri er vinnutíminn að meðaltali.  

Þegar spurt var um áherslur í starfi RSÍ næstu mánuði kom fram að mesta áherslan er á kjaraþáttinn en því næst á stöðugleika verðlags en í könnun 2019 var mesta áherslan á styttingu vinnutíma. Þessar niðurstöður koma ekki á óvart því eins og fram kemur hér að framan hefur stytting vinnutíma farið fram eða verið undirbúin hjá tæplega 64% svarenda. 

 Launakönnunin er mjög umfangsmikil og hvetjum við félagsmenn til þess að kynna sér helstu niðurstöður hennar en jafnframt gefur könnunin félagsmönnum gott tækifæri til að bera sig saman við markaðinn og sækja launahækkanir séu laun ekki samkeppnishæf. 

Nýjasta og eldri kannanir eru staðsettar á síðunni undir "ÚTGÁFA"

Launakönnun (smella hér)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?