Fréttir frá 2020

10 7. 2020

Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu í álverinu í Straumsvík

ISAL5

Stéttarfélög starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf. luku í dag atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla til að knýja á um nýjan kjarasamning. Félagsmenn í fimm af sex stéttarfélögum samþykktu að boða til verkfalla með yfirgnæfandi meirihluta, þ.e. félagsmenn Félags rafeindavirkja, Félags íslenskra rafvirkja, FIT, VM og Hlífar. Félagsmenn VR felldu hins vegar boðun verkfalla á jöfnu. 

Af öllum greiddum atkvæðum voru yfir 80% fylgjandi boðun verkfalla.

Félagsmenn stéttarfélaganna sem samþykktu verkfallsboðun hefja því skæruverkföll föstudaginn 16. október 2020. Ef ekki semst fara sömu starfsmenn í ótímabundið allsherjarverkfall frá og með 1. desember 2020. Kröfur starfsmanna hljóða upp á launahækkanir sambærilegar þeim sem samið var um í lífskjarasamningnum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?