Fréttir frá 2020

08 21. 2020

Reglur á tjaldsvæðum á Skógarnesi og Miðdal v. Covid-19

orlofslog 

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 og samkomubanns  biðjum við gesti á tjaldsvæðinu að virða eftirfarandi: 

Skógarnes

Óheimilt er að fara á önnur svæði á Skógarnesi en það svæði sem tjaldstæði var bókað á.

Gestum á hverju svæði fyrir sig er eingöngu heimilt að nota salernishús á því svæði. 

Búið er að koma upp salernishúsi við svæði D.

Virða skal 2ja metra regluna, líka við notkun á salernishúsi.

Leiksvæði er eingöngu fyrir börn fædd 2005 eða síðar. Öðrum er óheimilt að nota leiksvæðin.

Bátar eru lokaðir.

Þvottahús er lokað.

Miðdalur

Ekki þarf að grípa til takmarkana  varðandi fjölda á svæðinu þar sem tjaldstæði þar eru innan marka samkomubanns. 

Virða skal 2ja metra regluna, líka við notkun á salernishúsi

Leiksvæði er eingöngu fyrir börn fædd 2005 eða síðar. Öðrum er óheimilt að nota leiksvæðin.

Þvottahús er lokað.

 

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?