Fréttir frá 2020

08 21. 2020

Staða í viðræðum við Norðurál, fundur með félagsmönnum

rafis bordar 1300x400 09Staða í kjaraviðræðum við Norðurál er þannig að þrátt fyrir mikinn fjölda funda hefur ekki komist á samkomulag á milli samningsaðila. Síðasti fundur sem fram fór þann 18 ágúst síðastliðinn skilaði ekki árangri. RSÍ, í samstarfi við FIT, hefur því ákveðið að boða til fundar með félagsmönnum sem starfa hjá Norðuráli í næstu viku. Fundurinn mánudaginn 24. ágúst kl. 20 og verður haldinn á Akranesi. Fundurinn er jafnframt auglýstur á starfssvæði Norðuráls. Ljóst er að ekki verður unað við óbreytt ástand áfram og því nauðsynlegt að fara yfir stöðu mála og þá þróun sem hefur orðið frá því síðasti félagsfundur var haldinn með starfsmönnum Norðuráls í byrjun júní.

Við hvetjum félaga okkar, sem starfa hjá Norðuráli, til þess að mæta á fundinn en vekjum jafnframt athygli á því að fara þarf að sóttvarnarlögum og viðhafa þarf 2ja metra regluna á fundinum auk þess að hver og einn þarf að sinna persónubundnum sóttvörnum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?