Fréttir frá 2020

07 30. 2020

Tjaldsvæðið á Skógarnesi og í Miðdal um verslunarmannahelgina

 

rafidnadarsambandid rautt

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 og herts samkomubanns er að ýmsu að huga varðandi skipulag á tjaldsvæðunum. 

Við biðjum gesti okkar um verslunamannahelgina að fylgja reglum Almannavarna í hvívetna. 

Við biðjum því gesti á svæðinu að virða eftirfarandi: 

Skógarnes

Óheimilt er að fara á önnur svæði á Skógarnesi en það svæði sem tjaldstæði var bókað á.

Gestum á hverju svæði fyrir sig er eingöngu heimilt að nota salernishús á því svæði. 

Búið er að koma upp salernishúsi við svæði D.

Virða skal 2ja metra regluna, líka við notkun á salernishúsi.

Leiksvæði er eingöngu fyrir börn fædd 2005 eða síðar. Öðrum er óheimilt að nota leiksvæðin.

Bátar eru lokaðir.

Þvottahús er lokað.

Miðdalur

Ekki þarf að grípa til takmarkana  varðandi fjölda á svæðinu þar sem tjaldstæði þar eru innan marka samkomubanns. 

Virða skal 2ja metra regluna, líka við notkun á salernishúsi

Leiksvæði er eingöngu fyrir börn fædd 2005 eða síðar. Öðrum er óheimilt að nota leiksvæðin.

Þvottahús er lokað.

Brenna sem fyrirhuguð var í Miðdal um verslunarmannahelgina verður ekki.

 

Þeir félagsmenn sem hafa bókað tjaldstæði fyrir helgina en hætta við vegna Covid-19 fá að sjálfsögðu endurgreitt. Senda þarf beiðni um afbókun á netfangið rsi@rafis.is

 

 

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?