Fréttir frá 2020

06 12. 2020

Samið við Golfklúbbinn Dalbúa um 50% afslátt fyrir félagsmenn Rafiðnaðarsambandsins

Golf Middalur 2020Eins og félagsmönnum er kunnugt hefur Rafiðnaðarsamband Íslands átt í löngu og góðu samstarfi við Golklúbbinn Dalbúa, sem rekur golfvöllinn í Miðdal við Laugarvatn, um þjónustu við félagsmenn Rafiðnaðarsambandsins. Undanfarin ár hefur þetta samstarf m.a.leitt til þess að þeir sem hafa gist í orlofshúsum sambandsins í Skógarnesi við Apavatn og í Miðdal hafa geta notað golfkort sem fylgja húsunum til að stunda golf á velli Dalbúa sér að kostnaðarlausu.

Nú hefur samningur um samstarf Rafiðnaðarsamband Íslands og golfklúbbsins Dalbúa verið endurnýjaður fyrir árið 2020. Á grundvelli hans mun golfklúbburinn veita félagsmönnum Rafiðnaðarsambands Íslands 50% afslátt (eða 2 fyrir 1) af vallargjöldum á velli Dalbúa gegn framvísun félagsskírteinis. Þá býður golfklúbburinn félagsmönnum Rafiðnaðarsambands Íslands einnig 50% afslátt fyrir tvo við nýskráningu sem félagar í Dalbúa.

(Ekki er veittur afsláttur af gjaldi sem golfklúbburinn þarf að greiða til GSÍ fyrir hvern félagsmann, en ef viðkomandi er aðili að öðrum golfklúbbi innan GSÍ fellur það gjald niður.)

Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands eru eindregið hvattir til að kynna sér þennan möguleika til golfiðkunar í fallegu umhverfi.

Frekari upplýsingar um golfklúbbinn er að finna á heimasíðunni dalbui.is, en félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands geta m.a. notfært sér þetta tækifæri og sótt um aðild að golfklúbbi Dalbúa með einföldum hætti í gegnum heimasíðuna eða með tölvupósti á dalbui@dalbui.is

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?