Fréttir frá 2020

05 25. 2020

Tjaldsvæði á Skógarnesi og í Miðdal sumar 2020

 

rafidnadarsambandid

Tjaldsvæði á Skógarnesi og í Miðdal verða opnuð föstudaginn 29. maí 2020

 

Aðgengi að tjaldsvæðum RSÍ er með breyttu sniði í sumar vegna Covid-19. Settar hafa verið reglur um fjarlægðir á milli eininga og hafa svæðin verið stúkuð í samræmi við þær reglur. Fjórir metrar eiga að vera á milli eininga (hver eining er hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn húsbíll eða tjald). Félagar eru því beðnir um að passa upp á að staðsetja einingu tvo metra frá stiku sem skilur að stæðin til að tryggja að fjórir metra séu á milli. 

Panta þarf og greiða fyrir tjaldstæði fyrirfram, áður en komið er á svæðið. Þannig fyrirbyggjum við að ekki verði of margir verði á svæðinu á hverjum tíma. 

Yfirlitsmynd af öllum svæðum verður á orlofsvefnum til að allir séu meðvitaðir um það hvaða stæði er verið að bóka. 

Tjaldstæði eru bókuð á orlofsvef með sambærilegum hætti og orlofshúsin. Framvísa  þarf kvittun þegar komið er á svæðið, hafa þarf samband við umsjónarmann við komu. 

Rafmagn er innifalið í gjaldi – boðið verður upp á tjaldsvæði án rafmagns á tilgreindum svæðum fyrir þá sem það vilja. 

Tjaldstæði er aðgengilegt kl 16:00 á komudegi, nema á sunnudögum þá er komutími kl 18:00

Yfirgefa þarf svæðið í síðasta lagi kl 16:00 á brottfarardegi nema á sunnudögum þá er brottfarartími kl 18:00

Hver félagsmaður má hafa með sér gesti, eina einingu fyrir utan sína eigin, samtals 2 einingar með einingu félagsmanns (húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn eða tjöld eru einingar). Ákveðið var að láta félaga okkar ganga fyrir á tjaldsvæðum í sumar og takmarka fjölda gesta frá því sem verið hefur. 

Búið er að opna sameiginlega sturtuaðstöðu en grill verða áfram lokuð til að takmarka smitleiðir. 

Einnig er búið að opna fyrir báta en við hvetjum félaga okkar til að huga að smitvörnum og nota handspritt sem staðsett er í bátahúsinu.   

 

 

Verðskrá  Félagsmenn

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 4.000 per einingu með rafmagni (helgi er frá föstudegi til sunnudags)

Mánudagur til föstudags kr 2.000 sólarhringur per einingu með rafmagni 

 

Verðskrá fyrir svæði sem eru ekki með rafmagn 

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 3000 per einingu

Mánudagur til föstudags kr 1500 sólarhringur per einingu 

 

Verðskrá gestir 

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 6.000 per einingu með rafmagni 

Mánudagur til föstudags kr 3000 sólarhringur per einingu með rafmagni 

 

Verðskrá fyrir svæði sem eru ekki með rafmagn (D svæði)

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 5000 per einingu

Mánudagur til föstudags kr 2500 per einingu 

Þegar tjaldsvæði er bókað á orlofsvef fyrir gesti er greitt sama gjald og um félagsmann sé að ræða. Viðbótargjald greiðist hjá umsjónarmanni við komu. 

 

Til að velja sér tjaldsvæði á orlofshúsavefnum:

Hægt er að sjá svæðisskipulagið með því að fara inn á Öll ORLOFSHÚSIN og leita með leitarstikunni að „tjaldstæði“ og þá opnast möguleikar til að skoða nánar, þar undir er svæðisskipulagið.

Til að velja tjaldstæði þarf að fara inn á LAUS TÍMABIL og velja þar í felliglugganum undir flokkur, tjaldsvæðið í Miðdal eða á Skógarnesi. Þegar valið hefur verið svæði þá opnast nokkrir möguleikar á tjaldstæðum (númeruð) Þarna er hægt að fara beint í það að velja dagana eða að ýta á stæðið sjálft og þá opnast ný síða þar sem einnig er hægt að sjá svæðisskipulagið. 

Yfirlitsmynd (smella hér) 

Birt með fyrirvara um villur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?