Fréttir frá 2020

02 16. 2020

Vikulegur pistill formanns

bordar 1300x400 03Áfram halda verkefnin. Stærsta mál vikunnar var yfirlýsing Rio Tinto um rekstur álversins í Straumsvík, ISAL. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir en hefur ekki skilað árangri, þannig að skrifað væri undir kjarasamning, enn sem komið er. Ljóst er að rekstur ISAL hefur gengið illa á undanförnum árum en sú staða er hins vegar ekki komin til vegna ákvarðana almenns starfsfólks sem nú virðist eiga að borga brúsann að minnsta kosti með samningsleysi og þar skortir fullkomlega vilja eigenda til að skrifa undir samningsdrög. 

Skrifað var undir kjarasamning við Elkem Ísland í vikunni, eins og fram hefur komið á síðunni. Samningurinn verður kynntur fyrir starfsfólki í vikunni. Fundað var með fulltrúum Norðuráls en málin þokast mjög hægt áfram í þeim viðræðum. Boðað hefur verið til næsta fundar í vikunni og afar mikilvægt er að það fari að sjá fyrir endann á þeim viðræðum. 

Á þriðjudag afhentum við spjaldtölvur í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti til nýnema í rafiðngreinum. Um 40 nýnemar eru í FB og var afar vel tekið á móti okkur þar. Gríðarleg ánægja er á meðal nemenda með þann stuðning sem við veitum þeim með þessum hætti. Gjaldfrjálst rafrænt námsefni sem notað er við kennsluna og tölvubúnaður til að tryggja gott aðgengi að efninu.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?