Fréttir frá 2020

01 20. 2020

Kjaraviðræður halda áfram, stytting vinnutímans

rafidnadarsambandid2Kjaraviðræður halda áfram. Fundað var með félögum okkar sem starfa hjá Ríkinu þar sem farið var yfir stöðu viðræðna við ríkið. Ljóst er að viðræðurnar hafa gengið hægt á síðustu vikum en ljóst var að hugur er í félögum okkar og krafan um gerð kjarasamnings kom skýrt fram. 

Fundað hefur verið með fulltrúum ISAL, bæði í vinnuhópum og síðan á formlegum samningafundi hjá Ríkissáttasemjara sem hefur staðið yfir um helgina. Augljóst er að starfsfólk ISAL hefur fengið nóg af því hversu langan tíma viðræðurnar hafa tekið án þess að tekist hafi að undirrita kjarasamning. Fundað verður áfram í vikunni. Viðræður halda áfram hjá Norðuráli og Alcoa en sá síðarnefndi rennur út í lok febrúar eða nánar tiltekið 29. febrúar.

Víða er vinna hafin við að stytta vinnutíma á vinnustöðum en samkvæmt núgildandi kjarasamningi geta félagar okkar farið fram á viðræður við fyrirtækin um að gera breytingar á vinnutímanum og með því að taka upp virkan vinnutíma og fella út kaffihlé að hluta eða öllu leyti. Með því móti er hægt að stytta viðveru á vinnustað um 4 klst á viku þannig að unninn tími (virkur vinnutími) verði 36 klst á viku. Nauðsynlegt er að útfæra með hvaða hætti slíkt er gert á vinnustaðnum með samkomulagi aðilanna. Með þessu móti er raunverulegur vinnutími styttur um 65 mínútur á viku að viðbættum kaffihléum, sem eru 2 klst og 55 mínútur. Mögulegt er að útfæra þetta á ýmsan hátt. Starfsmenn á viðkomandi vinnustað verða að samþykkja útfærslur í leynilegri atkvæðagreiðslu.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?