Fréttir frá 2019

12 13. 2019

Föstudagspistill um erfið málefni vikunnar

rafidnadarsambandidVikan hefur verið erfið hér á landi veðurfarslega séð eins og fjölmargir félagsmenn RSÍ hafa fundið fyrir í störfum sínum. Mig langar að hrósa öllum rafiðnaðarmönnum sem hafa staðið vaktina og hafa unnið að því að leysa úr þeim vandamálum sem upp hafa komið og hafa augljóslega verið krefjandi miðað við fréttir. Verkefnin hafa verið óvenju mikil og erfið enda veðrið verið virkilega slæmt á ákveðnum stöðum á landinu. Mikilvægi rafiðnaðarmanna í samfélaginu verður vart sýnilegra en á stundum sem þessum enda teljum við það sjálfsagt að búa við rafmagn alla daga og höfum víðast hvar á landinu á seinni árum ekki þurft að upplifa langar stundir án rafmagns, þó svo það séu veikir punktar í kerfinu. Mikilvægi innviða samfélagsins, raforkudreifikerfið og fjarskiptakerfið eru sem dæmi grunninnviðir sem við treystum á.

Hræðilegar fréttir af slysi í Eyjafirði setja mikinn skugga á samfélagið og er hugur minn hjá aðstandendum sem og þeim sem hafa komið að leit og björgun. Samhugur og samstaða við erfiðar aðstæður skiptir okkur miklu mál. Förum að öllu með gát, hugsum um eigið öryggi og heilsu.

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?