Fréttir frá 2019

12 8. 2019

Samningur undirritaður við OR, samningar RARIK og Landsnets kynntir

rafidnadarsambandid2Í vikunni voru tveir kjarasamningar kynntir fyrir félögum okkar, hjá RARIK og hjá Landsneti. Atkvæðagreiðslu lýkur á morgun hjá RARIK en sú síðarnefnda stendur til föstudags í þessari viku. Kjarasamningur var undirritaður við OR og dótturfyrirtæki í vikunni og verður kynntur í húsakynnum OR á morgun, mánudag. 

Kjaraviðræður fara af stað við Norðurál og Alcoa í vikunni en samningar þessara fyrirtækja renna út á næstunni. Kjaradeilu iðnaðarmanna við ISAL var vísað til Ríkissáttasemjara fyrir tæpum tveimur vikum og verður fyrsti fundur hjá Ríkissáttasemjara haldinn á mánudg. Félög iðnaðarmanna héldu fund með félögum okkar í vikunni til þess að fara yfir stöðu viðræðna. Ljóst er að mikill hugur er í hópi starfsmanna og klárt að þolinmæði starfsfólks er á þrotum. Starfsfólk vill eingöngu sjá kjarasamning líkt og annað launafólk hér á landi, það eiga allir að sitja við sama borð.

Miðstjórn ASÍ fundaði í vikunni þar sem lífeyrismálin voru viðamikil í umræðunni. Í samráðsgátt stjórnvalda er drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögunum líkt og kallað var eftir við gerð kjarasamninga í vor. Heilt yfir eru drögin í samræmi við það sem lagt hefur verið upp með þó svo að áherslur okkar hafi verið að ganga lengra í nokkrum þáttum en eitt mikilvægasta málið er að lögfesta 15,5% iðgjald í lífeyrissjóði en jafnframt að tryggja öllum sömu stöðu gagnvart almannatryggingum. Það er með öllu óásættanlegt að ákveðinn hópur geti hagnýtt sér almannatryggingar á kostnað almennings.

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?