Fréttir frá 2019

11 9. 2019

Niðurstöður launakönnunar 2019

GallupNú er launakönnun RSÍ 2019 komin í loftið, smelltu hér til að nálgast niðurstöðurnar. Þátttakan í könnuninni var svipuð og fyrir ári síðan en alls svöruðu 1.624 félagsmenn þessari könnun. Það sem mikilvægast er að horfa í er hvernig launaþróun dagvinnulauna er á milli ára. Að meðaltali eru dagvinnulaun í september 2019 621.000 kr. og eru að hækka um 3,8% að meðaltali. Það er hins vegar misjafnt á milli félaga hvernig breytingar mælast en mest er hækkun dagvinnulauna á Suðurlandi eða 11,5% en dagvinnulaun lækka að meðaltali á Suðurnesjum um 1,3%. Rétt er að taka fram að þetta eru tiltölulega fáir svarendur í hvorum hópi fyrir sig sem getur valdið meiri sveiflum í mælingum á milli ára. Heildarlaun eru að hækka nokkuð minna en dagvinnulaun en heildarlaun mældust 774.000 kr og hækka um 2,2% á milli ára.

Dagvinnulaun mælast 6,3% hærri á milli ára í byggingaiðnaði og mældust þau 539.000 kr en laun í þeim hluta vinnumarkaðar mælast lægst í dagvinnu. Hæst dagvinnulaun mælast í tækniþjónustu eða 751.000 kr. 

Spurt var um tímakaup hjá þeim sem fá greitt samkvæmt tímakaupi og var meðaltímakaupið 2.987 kr og stendur tímakaup því í stað á milli ára. Langflestir sem svara því til að fá greitt samkvæmt tímakaupi eru í byggingariðnaði.

Meðalvinnutími hjá þeim sem vinna fullt starf samkvæmt könnuninni voru 186,7 klst. 

Launakönnunin er mjög umfangsmikil og hvetjum við félagsmenn til þess að kynna sér helstu niðurstöður hennar en jafnframt gefur könnunin félagsmönnum gott tækifæri til að bera sig saman við markaðinn og sækja á um launahækkanir séu laun ekki samkeppnishæf. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?