Fréttir frá 2019

11 1. 2019

Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ 2019

rafidnadarsambandid rautt

Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ 2019

Áskorun frá trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ

Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ styður heilshugar UN Women í baráttunni við að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi. Það er löngu orðið ljóst að jafnrétti í samfélaginu þarf að byggja upp með samstarfi og gagnkvæmri virðingu og er það ekki einkamál kvenna. Samfélagið þarf að aðlagast að þörfum kynjanna og tryggja jafnan rétt, jöfn kjör og öryggi á vinnustöðum á allan hátt.

Öll eigum við rétt á því að starfsumhverfi okkar einkennist af gagnkvæmri virðingu í samskiptum og felur það m.a. í sér að njóta verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Slík hegðun er bæði lögbrot og siðferðilega ámælisverð. Það á við hvort heldur sem um er að ræða hegðun atvinnurekanda, samstarfsmanna eða einstaklinga sem starfsmaður þarf að hafa samskipti við vegna starfs síns.

Rafiðnaðarsamband Íslands hefur ákveðið að taka frumkvæði í málefnum sem stuðla að því að breyta menningunni og tryggja öruggt starfsumhverfi félaga sinna. Í þeim tilgangi verður sett upp aðgerðaáætlun til að fylgja eftir í starfi RSÍ og aðildarfélögum þess þegar upp koma áreitnis-, ofbeldis- og eineltismál. 

RSÍ skorar á aðila vinnumarkaðarins að taka höndum saman um að tryggja öruggt starfsumhverfi, breyta vinnustaðamenningunni til hins betra, fordæma hverskonar ofbeldi og grípa til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir ofbeldi í samfélaginu. Við viljum tryggja að allir njóti sömu tækifæra því þá blómstrar samfélagið.

 

 

National Committee Logos RGB UN Icelandic ICELAND.png 600RSI tviskipt

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?