Fréttir frá 2019

09 29. 2019

Sveinsbréf afhent í Reykjavík

Sveinsbrefaafhending 2Í gær voru sveinsbréf afhent í Reykjavík og voru það nýsveinar í rafvirkjun, rafveituvirkjun og rafeindavirkjun sem luku sveinsprófi. Alls voru það 45 rafvirkjar, 3 rafveituvirkjar og einn rafeindavirki sem fengu boð um að taka á móti sveinsbréfum í Reykjavík en næst verða sveinsbréf afhent á Akureyri um miðjan október.

 

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var föngulegur og ánægður hópur sem var með okkur. Í kjölfar formlegrar afhendingar var boðið upp á veitingar. Að því loknu sátu eftir nokkrir nýsveinar og gestir þeirra og tóku þátt í fögnuði RSÍ-UNG þar sem fram fór meðal annars Pöbb-Quiz. Mikil baraátta var um efsta sætið þar en fór svo að nýsveinarnir Hrafn Ingi og Júlíus Þór hrepptu fyrstu verðlaun, ásamt þeirra liðsmönnum. Fengu þeir gjafabréf og fjölsviðsmæla. Við óskum öllum nýsveinum innilega til hamingju með þennan stóra áfanga!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?