Fréttir frá 2019

09 7. 2019

Félagsmálin - kjaraviðræður, þing NFS, LÝSA

rafidnadarsambandid2Í vikunni sem nú er senn á enda hefur ýmislegt gerst í starfinu. Á skrifstofu RSÍ hefur verið unnið að innleiðingu á jafnlaunakerfi sem nær yfir starfsemi RSÍ, skrifstofuna. Þetta ferli hefur verið langt en byrjað var á þessu í febrúar á þessu ári og hefur ferlið verið mjög lærdómsríkt en töluvert magn skjala þarf að liggja fyrir í slíku kerfi. Stefnt er að því að innleiðingu verði lokið á þessu ári og að úttekt geti farið fram fyrrihluta næsta árs. Miðstjórn RSÍ hefur samþykkt jafnlaunastefnu RSÍ. RSÍ ber ekki skylda samkvæmt lögum að innleiða jafnlaunakerfi en ákvörðun var tekin að fara í þetta ferli þrátt fyrir það. 

Fundað var vegna kjarasamninga en haldnir voru fundir með fulltrúum Landsvirkjunar sem og ISAL. Viðræðurnar ganga frekar hægt en stefnt er að því að ljúka gerð þeirra eins fljótt eins og kostur er. Í komandi viku verða samningafundir vegna ISAL, Rarik, Landsvirkjun og Landsnets, eins og staðan er núna.

Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Já lá fyrir á föstudag og var niðurstaðan sú að samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta.

Í upphafi vikunnar tók formaður RSÍ þátt í þingi Norrænu verkalýðssamtakanna, NFS. Þingið hefur verið umtalað í fjölmiðlum um allan heim eða þá fyrst og fremst vera forsætisráðherra Íslands á þinginu. Katrín Jakobsdóttir ávarpaði þingið við setningu þess auk þess sem hún átti fundi með forsvarsmönnum norrænna verkalýðsfélaga. Katrín kom víða við í ræðu sinni en hún snerti meðal annars á stöðu kjaramála og aðkomu stjórnvalda að gerð kjarasamninganna í vor/sumar þar sem ríkið kom með aðgerðir í tengslum við þá. Hún vildi meina að sú aðkoma hafi verið ákveðnari en oft áður en aðkoman var formlegri en oft áður.

Jafnframt kom Katrín inn á jafnréttismálin, loftslagsmál, félagsleg undirboð og brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði, húsnæðismál og aðgerðir fyrir fyrstu kaupendur og lækkun vaxtakostnaðar.

Á þinginu var fyrst og fremst unnið með málefni sem snúa að norrænu samstarfi sem og samstarfi innan Evrópu. 

Aftur heim, í lok vikunnar var LÝSA, rokkhátíð samtalsins haldin í Hofi á Akureyri. Þessi samkoma er fyrst og fremst hugsuð til þess að ýta undir samtal á milli landsmanna en er fyrirkomulagið sótt til Svíþjóðar frá þeim tíma sem Olof Palme fór um Svíþjóð og nýtti sér frítíma til þess að hitta og ræða við fólkið. 

Iðnfélögin áttu mikla aðkomu að þessum fundi en félögin voru með þrjá viðburði þessu tengt en byrjað var með heimsókn í Verkmenntaskólann á Akureyri, VMA. Nemendur í öllum iðngreinum mættu í matsalinn þar sem Kristján Þórður, talsmaður iðnaðarmanna, fór yfir dagskrá LÝSU og hver helstu verkefni félaganna væru þessa dagana.

Fulltrúi Rafiðnaðarsambandsins afhenti tveimur nýjum kennurum í rafiðndeild VMA spjaldtölvur fyrir hönd Rafbókar. Því næst var samtalið tekið um umhverfismál tengt iðnaði og að lokum var viðræðufundur um styttingu vinnutímans og áhrif styttingar á lýðheilsu landsmanna. 

Rafiðnaðarsambandið bauð gestum og gangandi í léttar veitingar og spjall á Skipagötunni í lok föstudags og í kjölfarið var farið í Götugrill í boði ASÍ-UNG ásamt Pöb-Quiz um verkalýðsmál. Virklega vel gert hjá ASÍ-UNG.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?