Fréttir frá 2018

12 19. 2018

Vegna ummæla fjármálaráðherra

rafis bordar 1300x400 24

Ummæli Bjarna Benediktssonar um stöðuna á vinnumarkaði eru til marks um það áhugaleysi sem lesa má frá ríkisstjórn til þess að byggja upp sanngjarnt samfélag. Árið 2016 úrskurðaði kjararáð um 45% hækkun launa alþingismanna og hefur mætt gríðarlegri gagnrýni í samfélaginu síðan. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að þessi úrskurður valdi miklu ósætti á vinnumarkaði þá hafa fulltrúar ríkisstjórnarinnar ekki látið það á sig fá, sennilega ekki meðtekið skilaboðin. Fjármálaráðherra ákvað síðan að leggja fram frumvarp til laga á Alþingi sem mun bæta í skömmina og tryggja alþingismönnum hinn fullkomna jólapakka, vísitölutryggð laun. Þingmenn munu samkvæmt því halda 45% hækkuninni og fylgja launaþróun opinberra starfsmanna. 

Hins vegar þegar kemur að því að semja um launakjör almennings þá á allt um koll að keyra. Fjármálaráðherra skammast yfir því að fólkið sé frekt og hótar því, já hótar því að ef almenningur hefur sig ekki hægan þá verði sko ekki neitt gert til að bæta stöðu launafólks, skattalækkun komi ekki til almennings. 

Það er klárt mál að þessi viðbrögð fjármálaráðherra eru ekki til þess fallin að stuðla að einhverri sátt eða ýta undir að jákvæðari niðurstöður á vinnumarkaði.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?