Fréttir frá 2018

12 10. 2018

Ályktun miðstjórn um nýtt "kjararáð"

rafidnadarsambandid2Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi þar sem bregðast á við því að kjararáð hefur verið lagt niður án þess að framtíðarlaunasetning hafi verið ákvörðuð. Í ljós kemur að verði þetta frumvarp samþykkt þá á hreinlega að festa í sessi þá gríðarlegu hækkun sem meðal annars alþingismenn fengu árið 2016. 45% hækkun á launum þeirra er þá tryggð og til að bæta í skömmina þá ætlar ríkisstjórnin að tryggja sér vísitölutryggð laun og fleyta þar með rjómann af samfélaginu, launaskrið opinberra starfsmanna.

Miðstjórn RSÍ skorar á alþingismenn að hafna þessu frumvarpi og standa með þjóðinni við að reyna að koma á sátt í samfélaginu þar sem jöfnuður verði efstur á blaði.

Verði frumvarpið samþykkt liggur í augum uppi að eðlilegast væri að vísitölutengja laun almennings jafnframt með ákveðnu álagi og tryggja þar með aukinn kaupmátt launa til allrar framtíðar óháð efnahagsstöðu.

Kröfugerðir verkalýðsfélaga hljóma afar hófstilltar miðað við það upplegg sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að velja sér. Sama hver árangur verður á vinnumarkaði þá munu alþingismenn njóta mun meira vegna launaskriðs.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?