Fréttir frá 2018

10 19. 2018

Kvennafrí 24. október

kvennafri3

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.55 miðvikdaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15.30, undir kjörorðunum: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 - eftir 29 ár! Eftir því getum við ómögulega beðið. Síðaðstliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Kvennafríið í ár er helgað #MeToo. 

Að fundinum standa samtök kvenna og launafólks. 

Konur víða á landsbyggðinni hyggjast einnig ganga út og safnast saman. Nánari upplýsingar um fundarstaði og Kvennafríið í heild má finna á kvennafri.is

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?