Fréttir frá 2018

10 15. 2018

Vinnustaðaeftirlit skilar árangri

rafidnadarsambandid2

 

Á föstudaginn í síðustu viku, 12. október, fóru fulltrúar RSÍ, VM, Eflingar og FIT í eftirlitsferð á byggingarvinnustað City Park Hótel við Ármúla. Ábending hafði borist frá félagsmanni í einum af félögunum um að e.t.v. væru aðstæður þar ekki í lagi. Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna komu á vettvang og sáu strax að ekki var allt með felldu. Ekki var byggingarleyfi eða framkvæmdaleyfi en framkvæmdir samt komnar vel á veg. Aðstæður að öðru leyti voru hörmulegar. 

Vinnueftirlitið var kallað til og byggingarsvæðinu var lokað samdægurs. Í frétt á vef Vinnueftirlitsins kemur fram að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna hafi ekki verið í samræmi við lög og reglur og veruleg hætta fyrir líf og heilbrigði starfsmanna. Eftirlitsfulltrúar upplýstu starfsmennina um að þeir ættu að halda fullum launum á meðan verkstöðvun stendur yfir og voru þeir hvattir til að leita aðstoðar síns stéttarfélags ef misbrestur yrði á því.

Rafiðnaðarsambandið hefur lagt mikla áherslu á virkt vinnustaðaeftirlit og gott samstarf við opinberar eftirlitsstofnanir. Við tökum við öllum ábendingum um staði til að fara í eftirlitsferðir á, best er að hafa samband við Adam Kára Helgason.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?