orlofslogOrlofsvefurinn opnar fyrir bókanir á orlofshúsum og íbúðum innanlands kl 9:00 mánudaginn 3. júlí fyrir bókanir tímabilið 25. ágúst 2017 til og með 5. janúar 2018.
Minnum á að í gildi er reglan "fyrstur kemur fyrstur fær".  Mikilvægt er að klára bókunina með kredit-/debetkorti eða millifærslu, ef það er ekki gert fellur bókunin sjálfkrafa úr gildi eftir 12 klst. Þeir sem kjósa að greiða með millifærslu geta lagt inn á reikning 0114-26-000474 kt: 440472-1099. Mikilvægt er að senda kvittun á netfangið gerdur@rafis.is og setja kennitölu félagsmanns með sem skýringu.  Þeir sem ekki treysta sér til að ganga frá greiðslu með þessum hætti geta að sjálfsögðu haft samband við skrifstofuna til að fá aðstoð.

rafidnadarsambandid rautt

 

Ferð Heldri félaga 2017
Árleg ferð Heldri félaga verður miðvikudaginn 28. júní. Lagt verður af stað frá Stórhöfða 31 kl 13:00. Áætlunarstaður er Borgarnes þar sem farið verður á leiksýninguna Svarti Galdur. Hún er ofin saman úr þekktum þjóðsögum sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar. Að heimsókn lokinni verður boðið upp á kaffi og veitingar á Hótel Borgarnesi. Makar að sjálfsögðu velkomnir en mikilvægt að skrá mætingu hans samhliða skráningu félagsmanns. Einnig er nauðsynlegt að skrá gsm símanúmer.  Skráning hefst 12. júní og lýkur á hádegi 23. júní. Þessar ferðir hafa verið vel sóttar síðustu ár og því mikilvægt að skrá sig tímanlega til að komast að, en hámarksfjöldi í ferðina er 160 manns.  Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið rsi@rafis.is eða með því að hringja í 580-5201 eða 580-5235.  

rafidnadarsambandid

 

Launahækkun 1. maí

Samkvæmt almenna kjarasamningi RSÍ og SA/SART og flestum samningum á almennum markaði, hækkuðu laun um 4,5% þann 1. maí sl. Félagsmenn ættu því að verða varir við þá hækkun á launaseðli þann 1. júní. Laun og allir launatengdir liðir (ekki endurgreiðsla á útlögðum kostnaði eins og ökutækjastyrkur) hækka um 4,5%. 

Sem fyrr hvetjum við félagsmenn til að skoða launaseðlana sína vel og sérstaklega þegar einhverjar breytingar verða, t.d. launahækkanir. Starfsfólk skrifstofu RSÍ er alltaf tilbúið að leiðbeina og aðstoða við lestur launaseðla. 

Orlofsuppbót og orlof

Orlofsuppbót greiðist með launagreiðslu 1. júní. Fjárhæð orlofsuppbótar er ákveðin í kjarasamningi en á almenna kjarasamningi RSÍ og SA/SART er hún 46.500 kr. Sú fjárhæð miðast við fullt starf en uppbótin greiðist hlutfallslega ef starfsmaður hefur unnið hluta ársins eða er í hlutastarfi. Allir sem eru í starfi fyrstu viku í maí eða hafa starfað samfellt í 12 vikur hjá sama aðila á sl. 12 mánuðum eiga rétt á uppbótinni. 

Þá er orlofstíminn einnig hafinn og rétt að árétta helstu reglur er snúa að orlofi. Reglur um orlof eru annars vegar í kjarasamningi og hins vegar í lögum. Lágmarksorlof miðað við fullt starf er 24 dagar og hækkar það upp í 30 daga eftir starfsaldri. Nánar má lesa um ávinnslu í kjarasamningi. Starfsmenn eiga rétt á því að taka a.m.k. 20 virka daga í orlof á tímabilinu 2. maí til 15. september, í einu lagi kjósi þeir svo. Atvinnurekandi á að reyna að verða við óskum starfsmanns um orlof.  

Hér er einungis tæpt á helstu reglum um orlof og orlofsuppbót. Ef félagsmenn hafa einhverjar spurningar er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu RSÍ. 

 

rafis bordar 1300x400 06

Í mars 2017 voru 24 félagsmenn RSÍ í atvinnuleit. Hér má sjá töflu sem sýnir hvernig félagsmenn dreifast á aðildarfélög RSÍ.

  mars 2017 
Félag tæknifólks í rafiðnaði  9
Rafiðnaðarfélag Norðurlands 
Félag íslenskra rafvirkja 3
Félag rafeindavirkja 4
Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi  0
Rafiðnaðarfélag Suðurnesja 0
Félag íslenskra símamanna 7
Félag sýningarstjóra við kvikmyndahús 0
Félag kvikmyndagerðarmanna 0
Samtals:  24

felag rafeindavirkja

Vikuna 15.-19. maí tók nýútskrifaður rafeindavirki, Njáll Laugdal Árnason, þátt í landsmóti Iðn- og verkgreina, TAITAJA2017, sem haldið var í Helsinki í Finnlandi. 

Keppt var í tveimur flokkum í rafeindavirkjun, annarsvegar var keppni milli rafeindavirkjanema frá ýmsum skólum í Finnlandi og hins vegar var alþjóðleg undirbúningskeppni fyrir Worldskills 2017. Njáll lenti í fjórða sæti en þetta er í fyrsta skipti sem rafeindavirkjar frá Íslandi taka þátt í móti sem þessu.

m1
Njáll einbeittur í verkefni dagsins.

m2

Keppendur saman komnir í lokin. Njáll Laugdal Árnason er lengst til hægri.

 

 

asi rautt

Iceland oftast með hæsta verðið

Verðmunur á rauðum eplum reyndist 139% í verðkönnun ASÍ á matvöru sem gerð var í átta verslunum miðvikudaginn 17. maí. Eplin voru ódýrust á 208 kr/kg í Krónunni Bíldshöfða en dýrust í Víði í Borgartúni 498 kr/kg. Kannað var verð á 71 tegund matvöru í þessari könnun. Iceland í Vesturbergi var oftast með hæsta verðið eða í 41 skipti en Bónus í Borgarnesi var oftast með lægsta verðið eða í 35 tilfellum af 71. Þá vekur athygli að í helmingi tilfella munaði aðeins 1 kr. á verði sömu vöru í Bónus og Krónunni.

Mestur verðmunur í flokki ávaxta og grænmetis
Verðmunurinn var mestur í flokki ávaxta og grænmetis eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Einnig var mikill verðmunur á Kellogg´s Corn flakes morgunkorni eða 132%. Það var dýrast hjá Iceland í Vesturbergi 1.065 kr/kg en ódýrast í Nettó í Borgarnesi 459 kr/kg. 

 

Minnsti verðmunurinn í könnuninni var 8% á Merrild 103 kaffipakka, sem var dýrastur á 699 kr. hjá Iceland en ódýrastur 649 kr. í Bónus. Þá var 9% verðmunur á hreinu KEA skyri. Það var dýrast í Iceland og Hagkaupum Eiðistorgi 249 kr. en ódýrast í Bónus 229 kr.  

Mesta vöruúrvalið var í Fjarðarkaupum og Hagkaupum Eiðistorgi sem áttu til 69 af þeim 71 vörutegundum sem kannaðar voru, þar á eftir kom Iceland Vesturbergi sem átti 67 af 71 vöru.

Matarkönnun
17.maí 2017


Bónus
Borgarneso

Krónan Bíldshöfða Nettó Borgarnesi Fjarðarkaup Kjörbúðin Samkaup Bolungarvík Hagkaup Eiðistorgi Víðir Biorgartúni Iceland Vesturbergi Munur á hæsta og lægsta
Rauð epli 279 208 309 288 309 279 498 299 139%
Kiwi 379 em 379 398 349 499 e 429 43%
Perur 239 240 259 298 259 479 e 215 123%
Appelsínur 198 208 229 188 em 339 em 229 80%
Bananar 179 199 259 257 em 399 389 269 123%
Sætar kartöflur 229 230 279 278 279 449 489 249 114%
Kartöflur em 699 299 468 em 299 578 374 134%
em=Vara ekki verðmerkt e=vara ekki til                

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Sjá verðsamanburð á öllum vörum

NÝTT! Gerið sjálf verðsamanburð milli verslana í þessari könnun 

Framkvæmdin
Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er oft skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum þann 17. maí 2017; Bónus Borgarnesi, Krónunni Bíldshöfða, Nettó Borgarnesi, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni-Samkaup Bolungarvík, Hagkaupum Eiðistorgi, Víði Borgartúni og Iceland Vesturbergi.  

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

 

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

 

golf

Mótið verður 16.júní.  Ræst út kl.13:30

Mótsgjald er 5000 kr. (rúta, teiggjöf, spil og lambalæri með tilheyrandi)

Rúta frá Stórhöfða 31. kl.11:30.

Heimför að loknum kvöldverði.

Síðasti skráningardagur er 11.júní.

Skráningarform (smella hér)

 

ASII UNG banner fb

ASÍ-UNG hefur komið af stað facebook síðu.  ASÍ-UNG er vettvangur ungs fólks, á aldrinum 16-35 ára, innan aðildarfélaga ASÍ.  Helsti tilgangur ASÍ-UNG er að kynna ungu fólki á vinnumarkaði réttindi sín og skyldur,  starfsemi og uppbyggingu stéttarfélaganna sem og að gæta þess að málefni ungs fólks séu alltaf á dagskrá Alþýðusambands Íslands.

Við hvetjum félagsmenn til þess að fylgjast með síðunni og láta sér líka við hana.

https://www.facebook.com/asi.unglidar/

rafidnadarsambandid2Rafiðnaðarsamband Íslands boðar til félagsfunda víðsvegar um landið á næstu tveimur vikum. Til umræðu verða ýmis málefni en meðal annars hefst undirbúningur að mótun kröfugerðar fyrir næstu lotu kjarasamningagerðar.

Fimmtudagurinn 4. maí              kl. 12:00          Reykjanesbær, Park Inn

Föstudagurinn 5. maí                 kl. 12:00          Selfoss, Hótel Selfoss

Mánudagurinn 8. maí                 kl. 12:00          Höfn í Hornafirði, Hótel Höfn

Mánudagurinn 8. maí                 kl. 18:00          Neskaupsstaður, Hildibrand

Þriðjudagurinn 9. maí                 kl. 12:00          Egilsstaðir, Hótel Hérað

Þriðjudagurinn 9. maí                 kl. 18:00          Reyðarfjörður, salur hjá Afli

Miðvikudagurinn 10. maí            kl. 12:00          Húsavík, Fosshótel

Fimmtudagurinn 11. maí            kl. 12:00          Akureyri, Strikið, Skipagötu 14

Föstudagurinn 12. maí               kl. 12:00          Sauðárkrókur, Ólafshús

Mánudagurinn 15. maí               kl. 12:00          Reykjavík, Grand Hótel

Þriðjudagurinn 16. maí               kl. 12:00          Stykkishólmur Hótel Stykkishólmur

Þriðjudagurinn 16. maí               kl. 18:30          Ísafjörður, Hótel Ísafjörður 

 

Mögulega bætast við fundarstaðir við áætlunina og verður það auglýst sérstaklega.

Boðið verður upp á málsverð á fundunum!

Hvetjum félagsmenn að mæta á fundina.

Banner bjorskoli

Tvær flugur í einu höggi! Pöbbquiz og bjórkynning með Stefáni Pálssyni.

Athugið breytta staðsetningu! Af óviðráðanlegum ástæðum verður pöbbquizið í Rafiðnaðarskólanum, Stórhöfða 27.

RSÍ Ung býður í pöbbquiz og bjórkynningu fimmtudaginn 11. maí. Spurningagoðsögnin og bjórskólakennarinn Stefán Pálsson er spyrill og bjórkynnir.

Fögnum hækkandi sól saman. Allir félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu, 35 ára og yngri, eru hvattir til að mæta.

Hvar? Rafiðnaðarskólanum, Stórhöfða 27.

Hvenær? Fimmtudaginn 11. maí. Húsið opnar kl. 19.

2-4 í liði. Glæsilegir vinningar!

Boðið upp á veitingar, fastar og fljótandi.

Hlekkur á facebook viðburð - endilega skráið ykkur!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?