Fréttir frá 2017

12 6. 2017

Úrskurðir kjararáðs í höndum nýrrar ríkisstjórnar

rafidnadarsambandid2Í dag var framleiðsluþing Samtaka iðnaðarins haldið og voru þar áhugaverðar umræður. Meðal ræðumanna var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, félagsmála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í pallsborðsumræðum sagði hún að ný ríkisstjórn myndi lækka tryggingagjald og það myndi verða gert í kringum árið 2020, sem er vel, en það myndi hins vegar vera háð öðrum þáttum eins og stöðu á vinnumarkaði. Það þyrftu allir að vera á sömu línu ef þetta ætti að takast.

Nú ætla ég rétt að vona að ráðherra sé þar með að segja að ný ríkisstjórn ætli sér að svara kalli Rafiðnaðarsambands Íslands og ætli að fella úr gildi úrskurð kjararáðs þar sem kjararáðið ákvað að laun alþingismanna og ráðherra myndi hækka langt umfram laun annarra landsmanna. Það er því augljóst að alþingismenn eru ekki að taka þátt í "línunni" sem ráðherra nefnir. 

Það er nauðsynlegt fyrir samfélagið að ný ríkisstjórn komi fram með þessi skilaboð mjög skýrt sem allra fyrst svo koma megi í veg fyrir óstöðugleika á vinnumarkaði.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?