Fréttir frá 2017

11 13. 2017

Ályktun miðstjórnar vegna tilgreindrar séreignar

rafidnadarsambandid2

Á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands var ákveðið að hvetja lífeyrissjóði á samningssviði ASÍ og SA að draga til baka tímabundið valkvæðið um að ráðstafa auknu framlagi í tilgreinda séreign. RSÍ er á móti því að stíga þetta skref til baka og kom þeim skilaboðum áleiðis á fundi miðstjórnar ASÍ en þrátt fyrir varnarorð á fundinum ákvað miðstjórn að senda bréf á lífeyrissjóðina. Miðstjórn RSÍ fundaði á föstudag og sendir frá sér eftirfarandi ályktun um málið:

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands harmar þá ákvörðun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands að hvetja lífeyrissjóði sem starfa á samningssviði ASÍ og SA að draga tímabundið til baka valkvæði um greiðslur sjóðfélaga í tilgreinda séreign. Félagsmenn hafa samþykkt þann kjarasamning sem tilgreinda séreignin er byggð á og því verður valkvæðið að standa. 

Miðstjórn RSÍ áréttar að mikilvægt er að Alþingi breyti lögum um lífeyrissjóði þar sem félagsmönnum er gert heimilt að ráðstafa iðgjaldi í tilgreinda séreign eins og samið var um á sínum tíma. Þá er lykilatriði að lagabreyting verði í samræmi við ákvæði kjarasamningsins enda starfa lífeyrissjóðir í samræmi við kjarasamning ASÍ og SA.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?