Fréttir frá 2017

10 26. 2017

Menntahroki Alþingis eða mistök?

rafidnadarsambandidNýverið kom upp mál varðandi nema í matreiðslu en til langs tíma hafa erlendir nemar getað aflað sér menntunar hér á landi til jafns við aðra. Um áramótin voru gerðar viðamiklar breytingar á útlendingalögunum þar sem stór breyting var gerð á þessum þætti laganna. Samkvæmt breytingunni sem Alþingi gerði féll út sá þáttur að erlendir einstaklingar geti aflað sér menntunar hér á landi ætli þeir sér að sækja sér iðnmenntun en það sem er enn fáránlegra er að þeir sem vilja sækja sér háskólamenntun geta það áfram. 

Þarna er klárlega verið að mismuna fólki eftir þjóðerni til þess að afla sér menntunar sem er algjörlega galið. Að Alþingi geri svo viðamiklar breytingar á lögunum án þess að þess sé getið við umsagnarferlið eða þess sé getið í athugasemdum við lagafrumvarpið hvers vegna verið sé að gera slíkar breytingar.

Umsagnarfrestur var stuttur þegar málið barst til umsagnar ASÍ og kemur það fram í umsögn ASÍ að sökum stutts tíma og þar með tímaskorts að ekki hafi verið mögulegt að fara skilmerkilega yfir frumvarpið að öllu leyti. 

Við gerum fastlega ráð fyrir því að Alþingi og/eða Útlendingastofnun viðurkenni að um mistök sé að ræða og leiðrétti þessi mistök. Það getur varla verið að þessi mismunum eða menntahroki eigi við rök að styðjast.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?