Fréttir frá 2017

09 28. 2017

Verðbólgan mældist 1,4% í september

asi rautt

Verðlag hækkaði um 0,14% í september samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Ársverðbólga er nú 1,4% og hefur ekki verið lægri síðan um mitt ár 2016. Húsnæðisverð heldur áfram að leiða hækkun verðlags. Sé húsnæðisliðurinn undanskilin úr vísitölunni lækkar verðlag um 0,21% frá fyrra mánuði og hefur á síðustu 12 mánuðum lækkað um 3,1%. 

VTN 0917 

Mest áhrif til hækkunar á verðlagi milli mánaða hefur hækkun á kostnaði vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,2% sem hefur 0,24% áhrif til hækkunar á vísitölunni. Einnig hækkar verð á fötum og skóm um 6% frá því ágúst (0,21% vísitöluáhrif). Þá hækka ýmsir aðrir liðir vísitölunnar ss. greidd húsaleiga, heimilistæki, sjónvörp og heimilissímaþjónusta frá fyrra mánuði og hafa áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs. 

Á móti vegur lækkun á dagvörum um 1,3% frá fyrra mánuði (-0,2% vísitöluáhrif), þar af má nefna lækkun á brauði, kjöti, ostum, kartöflum, drykkjarvörum og hreinlætisvörum. Flugfargjöld til útlanda lækka sömuleiðis um tæp 19% milli mánaða ( -0,25% vísitöluáhrif). Þá lækka ýmsir aðrir liðir ss. bensín, lyf og farsímaþjónusta og hafa áhrif til lækkunar á vísitölu neysluverðs. 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?