Fréttir frá 2017

06 29. 2017

TILGREIND SÉREIGN (T-DEILD)

Birta logo lit

Í byrjun árs 2016 var samþykktur nýr kjarasamningur milli ASÍ og SA. Samkvæmt honum hækkar framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð úr 8% í 11,5% af launum í þremur skrefum fram til 1. júlí 2018.

REIKNAÐU ÚT ÞÍNA RÁÐSTÖFUN Á BIRTA.IS (smella hér)

Sjóðfélagar geta ráðstafað framlagi umfram 12,0% heildarframlag að hluta eða öllu leyti í tilgreinda séreign frá 1. júlí 2017.

 

• Framlag í tilgreinda séreign getur numið allt að 2% af iðgjaldastofni frá 1. júlí 2017 en allt að 3,5% frá 1. júlí 2018. Hægt er að sækja um að ráðstafa öllu iðgjaldinu í tilgreinda séreign frá og með 1. júlí 2017, þó svo hækkunin komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. júlí 2018.

• Vilji sjóðfélagi ráðstafa viðbótariðgjaldi í tilgreinda séreign þarf hann aðveita upplýst samþykki sitt með sérstakri tilkynningu á nýrri þjónustugátt sjóðsins. Ef tilkynning berst ekki sjóðnum verður iðgjaldi áfram ráðstafað ísamtryggingardeild.

• Launagreiðandi skilar framlagi sínu og launamanns til skyldutryggingarlífeyrissjóðs, þ.e. þess lífeyrissjóðs sem móttekur í dag 12% skylduiðgjald.

• Tilgreindri séreign er m.a. ætlað að auka sveigjanleika við starfslok.

• Innstæða í tilgreindri séreign er erfanleg í samræmi við reglur erfðalaga.

• Tilgreind séreign er laus til útborgunar frá og með 62 ára aldri. Greiðslum skal þá dreifa að lágmarki til fimm ára eða til 67 ára aldurs, nema um sé að ræða óverulegar fjárhæðir. Í dag miðast fjárhæðin við u.þ.b. 1.300.000 kr.

• Sömu reglur gilda um útgreiðslu vegna örorku eða fráfalls og eiga við um hefðbundinn séreignarsparnað.

• Ekki er hægt að nýta tilgreinda séreign í sérstök úrræði eins og skattfrjálsa innborgun séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa.

• Þegar framlagi umfram 12% skylduframlag er ráðstafað að hluta eða öllu leyti í tilgreinda séreign verða iðgjöld sem renna í samtryggingardeild lægri en ella. Því verður áunninn réttur til ævilangs lífeyris lægri sem því nemur. Sama gildir um rétt til áfallatrygginga s.s. örorku-, maka- og barnalífeyris.

• Í boði verður ein sparnaðarleið í T-deild til að byrja með.

• Birta lífeyrissjóður gerir breytingar á ráðstöfun iðgjalds til samræmis við tilkynningu eins fljótt og hægt er.

• Reiknivél sem sýnir fjárhæðir m.v. mismunandi hlutfall heildarframlags í samtryggingu, tilgreinda séreign og valkvæða séreign verður aðgengileg á vef sjóðsins, birta.is. Reiknivélin sýnir þó ekki valkvæða séreign hjá öðrum vörsluaðilum en Birtu.

 

Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér þennan valkost vel og áhrif á réttindi til áfalla- og fjölskyldutrygginga og ævilangs lífeyris.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?