Fréttir frá 2017

06 26. 2017

Bíla-rafhleðsla fyrir félagsmenn RSÍ

rafidnadarsambandid2Eins og eftirtektarsamir félagsmenn hafa tekið eftir þá er búið að setja upp rafhleðslustöðvar fyrir félagsmenn á þremur stöðum eða við skrifstofu RSÍ að Stórhöfða 31, við Rafiðnaðarskólann að Stórhöfða 27 og einnig á Skógarnesi við Apavatn. Til þess að nota stöðvarnar þurfa félagsmenn að bera félagsskírteini upp að kortalesaranum og þá er mögulegt að opna hleðslulokið og tengja hleðslukapal við stöðina. Hleðslustöðin er 3ja fasa, 22 kW AC og því getur hleðslutíminn verið töluvert styttri en í venjulegu heimahleðslutæki. En að sjálfsögðu fer það eftir bíltegund hvort mögulegt er að nýta hleðslu á þremur fösum eða einum. Ef þörf er á þá er mögulegt að fá lánaðan hleðslukapal í móttökunni á Stórhöfða 31. Tengillinn á hleðslustöðinni er af gerðinni "Týpu 2".

Um nýliðna helgi var augljóst að félagsmenn taka vel í þessa nýjung og var hleðslustöðin vel nýtt á Skógarnesi þegar fjölskylduhátíðin var haldin. Nú er tilvalið að nýta þetta einnig þegar farið er á námskeið í Rafiðnaðarskólanum eða fundir sóttir hjá RSÍ.

Rafhledsla Skogarnes

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?