Fréttir frá 2017

06 15. 2017

Mótframlag í lífeyrissjóði hækkar 1. júlí 2017

rafidnadarsambandid2Þann 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði um 1,5 prósentustig á almennum vinnumarkaði og hefur þá hækkað um 2 prósentustig frá árinu 2016. Hækkunin byggir á kjarasamningi sem gerður var 21. janúar 2016 og samþykktur var af félagsmönnum.

Í samningnum kom jafnframt skýrt fram að heimilt yrði að ráðstafa auknum framlögum að hluta eða öllu leyti í bundna/tilgreinda séreign. Nú stendur yfir undirbúningur vegna þessa valkvæðis og gert er ráð fyrir að félagsmenn geti valið á milli þess að ráðstafa aukningunni annað hvort í samtryggingarsjóð eða séreignarsjóð. Þá er mikilvægt að hver og einn meti stöðuna hjá sér en réttindaávinnsla í samtryggingarsjóði fer eftir iðgjöldum sem greidd eru inn á hverjum tíma. Nánara kynningarefni verður gert aðgengilegt þegar það er tímabært.

Hér er linkur á upplýsingar frá Birtu Lífeyrissjóði (smella hér)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?