Fréttir frá 2017

04 24. 2017

Styrkveitingar - umsóknir

rafidnadarsambandid2Á föstudag og laugardag, dagana 28. og 29. apríl, fer fram sambandsstjórnarfundur RSÍ. Sambandsstjórnarfundur er árlegur fundur sem haldinn er þau ár sem þing er ekki haldið. Á sambandsstjórnarfundum RSÍ eru veittir 2-3 veglegir styrkir til ýmissa góðra málefna á því landssvæði sem fundurinn er haldinn. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Borgarnesi og eru því áhugasöm félög hvött til þess að sækja um styrki til RSÍ. Styrkumsóknir má senda á kristjan (hjá) rafis.is og gott er að titill tölvupósts beri heitið "Styrkumsókn 2017". Umsóknir þurfa að berast fyrir kl 15:00, föstudaginn 28 apríl næstkomandi. Í umsókn er æskilegt að fram komi til hvaða verkefnis styrks er óskað.

Styrkveitingarnefnd fer í kjölfarið yfir þær umsóknir sem berast og velja 2-3 umsóknir úr þessum hópi og verða styrkir afhentir á fundinum á laugardag og þurfa styrkhafar að veita styrk móttöku þann dag.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?