Fréttir frá 2016

12 1. 2016

Desemberuppbætur ekki innifaldar í taxta lengur

rafidnadarsambandid2

Nokkrir félagsmenn hafa haft samband við skrifstofu RSÍ í dag og spurst fyrir um desemberuppbætur. Áður var heimilt skv. kjarasamningi RSÍ og SA/SART (almenna samningnum) að fella orlofs- og desemberuppbætur inn í launataxta og fengu félagsmenn þá enga sérstaka desember- eða orlofsuppbót, heldur voru uppbæturnar greiddar jafnharðan með launum í hverjum mánuði. 

Með kjarasamningi frá 2015 var þessu breytt og féll heimild til að greiða orlofs- og desemberuppbætur jafnharðan út frá 1. maí 2016. Misjafnt er hvernig launagreiðendur hafa framkvæmt breytinguna og eflaust hafa einhverjir breytt þessu fyrir það tímamark og aðrir þann 1. maí sl. Desemberuppbótin er reiknuð á grundvelli almanaksárs og ætti því starfsmaður í fyrirtæki þar sem þessu var breytt 1. maí sl. að fá 8/12 desemberuppbótar, eða kr. 54.667. Hafi þessu ekki verið breytt á viðkomandi starfsmaður engu að síður rétt á að fá greidda desemberuppbót að sömu fjárhæð. Þessir útreikningar eru miðaðir við fullt starf allt árið. 

Félagsmönnum er velkomið að hafa samband við skrifstofu RSÍ ef þeir hafa spurningar varðandi framkvæmd breytingarinnar.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?