Fréttir frá 2016

09 8. 2016

Hvaða menntun viljum við?

rafidnadarsambandid2Ert þú að hugleiða hvaða nám hentar þér eða þínum börnum? Þá er tilvalið að hugsa um stóru myndina! Hvaða atvinnumöguleikar verða að loknu námi, á hvaða tímapunkti nærðu að ljúka námi og hvernig eru tekjumöguleikarnir. 

Við sem samfélag þurfum að endusrkoða okkar áherslu á þær námsleiðir sem við hvetjum börn okkar til að velja. Það þykir oft mikilvægara að mati samfélagsins að börn okkar ljúki bóknámi og að iðnnám sé helst ekki kosturinn þrátt fyrir að iðnnám bjóði upp á meiri starfsmöguleika að loknu námi. Þetta hefur sem betur fer verið að breytast eitthvað á undanförnum árum en áherslan á bóknámsleiðir er enn of mikil. Því vinnumarkaðinn skortir verulega starfsfólk með iðnnámsmenntun. Atvinnumöguleikar eru miklir hér heima en jafnvel erlendis líkt og raun bar vitni á árunum eftir hrun þegar fjöldi iðnaðarmanna fluttist af landi brott.

Ef horft er til arðsemis náms þá koma rafiðngreinar mjög sterkar inn. Skynsamlegasta leiðin til þess að mennta sig í dag er því klárlega að hefja iðnnám í framhaldsskólum og þá getur það reynst mjög farsælt að fólk klári stúdentspróf samhliða iðnnámi en flestir skólar bjóða upp á slíkar leiðir samhliða að mestu leyti. Með sveinspróf í farteskinu getur viðkomandi komist til vinnu í sinni iðngrein, hér heima sem og erlendis, en á sama tíma gefst færi á að sækja enn frekari menntun á háskólastigi síðar ef vilji er til en þá með mikilvæga reynslu af vinnumarkaði í faginu. 

Það er mikilvægt að fólk læri að vinna með huga og höndum. Hættum að hugsa um iðnnám sem annars flokks nám! Það er ein besta menntunin sem völ er á.

Kynntu þér störf í rafiðnaði og hvar námið er kennt, www.straumlina.is

Kristján Þórður

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?