Fréttir frá 2016

03 3. 2016

Barátta starfsmanna í Straumsvík um grundvallarréttindi launafólks

VerkfallshnefiStarfsmenn í Straumsvík standa vörð um grundvallarréttindi launafólks og há mikla baráttu við Samtök atvinnulífsins og ISAL/Rio Tinto. Málið snýst um að tryggja að laun verktaka sem starfa á svæðinu séu mannsæmandi og sambærileg því sem greitt er hér á landi. Stjórnendur ISAL eru ósáttir við það og vilja fá að greiða verktökum lágmarkslaun og lágmarksréttindi sem í boði eru hér á landi, mögulega er það of hátt/dýrt.

Við hvetjum ykkur til þess að sýna starfsmönnum ISAL í Straumsvík stuðning og líka við síðu þeirra hér á Fésbókinni! Smellið hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?