Fréttir frá 2016

03 1. 2016

Laun hækka frá 1. janúar 2016

Banner KjarasamningarÞegar kemur að útborgun launa núna um mánaðarmótin febrúar/mars 2016 þá er vert að vekja athygli á því að laun skulu hækka frá 1. janúar 2016 um 6,2% samkvæmt kjarasamningum RSÍ-SA/SART (almennur kjarasamningur) og RSÍ-Félag atvinnurekenda (heildsölur og fleiri aðilar). Þetta þýðir að atvinnurekendur þurfa að reikna launahækkun til baka frá 1. janúar og greiða út.

Vinna við að uppfæra sérkjarasamninga er að hefjast og stefnt er að ljúka þeirri vinnu í mars mánuði og munu launahækkanir þeirra samninga einnig flytjast til 1. janúar á þessu ári. 

RSÍ hvetur félagsmenn til þess að fylgjast vel með því að launahækkun skili sér í umslagið hjá ykkur, ef brotalöm er á því þá hvetjum við félagsmenn til þess að leita skýringa hjá atvinnurekanda og sé skýring ekki ásættanleg þá að hafa samband við skrifstofu RSÍ og við munum aðstoða við innheimtu launahækkunar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?