Fréttir frá 2016

01 22. 2016

Nýr kjarasamningur - helstu atriði

Banner Kjarasamningur undirritadurÍ gær var skrifað undir nýjan kjarasamning á milli aðildarfélaga ASÍ og SA vegna almennra kjarasamninga aðila. Kjarasamningurinn er gerður vegna rammasamkomulags frá 27. október 2015 sem og bókun um jöfnun lífeyrisréttinda frá 5. maí 2011. Helstu breytingar eru þær að launahækkun sem átti að koma til framkvæmda 1. maí 2016 verður flýtt til 1. janúar 2016 (á þessu ári) og verður launahækkunin hærri en áður var samið um en í stað 5,5% launahækkunar verður hún 6,2%. Baksýnisspegill er tekinn úr sambandi en þó með vísun í bókun þess efnis (sjá bókun til skýringar á 4. gr.). Launahækkanir 2017 og 2018 hækka jafnframt frá gildandi kjarasamningi en eftir breytingu verður almenn launahækkun 2017 upp á 4,5% og árið 2018 upp ár 3%.

Jöfnun lífeyrisréttinda kemur í skrefum til ársins 2018, eftir árið 2018 er stefnt að því að réttindaávinnsla verði upp á 76% af meðalævitekjum viðkomandi sjóðfélaga í stað lágmarks upp á 56% í dag, þetta næst með þeim hætti að mótframlag launagreiðenda hækkar úr 8% í 11,5% á tímabilinu.

Þessi kjarasamningur verður settur í atkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna aðildarfélaga ASÍ sem taka laun samkvæmt almennum kjarasamningum félaganna, hér er um að ræða kjarasamning RSÍ-SA/SART. Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu skal liggja fyrir eigi síðar en 26. febrúar næstkomandi. Hjá RSÍ þarf að uppfæra alla sérkjarasamninga til samræmis við rammasamkomulagið sem gert var 27. október 2015 ásamt þeim viðbótum sem felast í þessum samningi varðandi lífeyrismál. Þegar þeirri vinnu er lokið verður niðurstaðan borin undir atkvæði hjá hverjum hópi fyrir sig. 

Í umræddum kjarasamningi er EKKI verið að gera breytingar á samningalíkani okkar en sú vinna mun fara fram á þessu ári og fer væntanlega í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna þegar þeirri vinnu er lokið, takist að ljúka henni.

Sameiginlegt kynningarefni aðildarfélaga ASÍ er að finna hér.

Kjarasamninginn í heild sinni er að finna hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?