Fréttir frá 2016

01 8. 2016

Aukin brottflutningur íslenskra ríkisborgara þrátt fyrir góðæri

asi

Búferlaflutningar hafa verið í umræðunni síðustu misseri og ekki að ósekju þar sem sveiflur í flutningsjöfnuði, þ.e. fjölda aðfluttra umfram brottflutta, hafa verið miklar undanfarin ár. Í raun hafa sveiflur í búferlaflutningum undanfarin áratug verið þær mestu frá árinu 1961, eða svo langt aftur sem gögn Hagstofunnar ná og gildir þá einu um hvort skoðaður sé fjöldi einstaklinga eða hlutfall af mannfjölda. Auknar sveiflur í seinni tíð má m.a. rekja til aukins hreyfanleika vinnuafls um Evrópu þar sem aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu og síðar stækkun Evrópusambandsins til austurs hafa gert búferlaflutninga auðveldari. (Nánar Smella hér)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?