Fréttir frá 2015

01 5. 2016

Tilnefningar til Íslensku lýsingarverðlaunanna 2015

Ljostaeknifelag2015 2 

Ljóstæknifélag Íslands óskar eftir tilnefningum í samkeppni um Íslensku lýsingarverðlaunin árið 2015. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn síðastliðin vetur við hátíðlega athöfn í Perlunni í tengslum við Vetrarhátíð. Samtímis stóð LFÍ ásamt samstarfsaðilum fyrir dagskrá alla helgina í Perlunni við frábærar undirtektir.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar­ og viðskiptaráðherra var viðstödd athöfnina og afhenti verðlaunin. Þau féllu í skaut Akratorgs á Akranesi en hönnuðir verksins voru lýsingarteymi Verkís og Landmótunar og allur lýsingabúnaður var frá Johan Rönning.

Frestur til að skila inn tilnefningum fyrir lýsingarverðlaunin 2015 er til 15. janúar 2016.

Innsendum verkum verður að hafa verið lokið á árunum 2014 ­ 2015. Verkefnin geta verið af ýmsum toga, t.d. innanhússlýsing, utanhússlýsing bygginga, lýsing opinna svæða, lóðarlýsing o.s.frv. Verðlaunin verða afhent í febrúar 2016, nánari upplýsingar um stað og stund koma síðar.

Verðlaunahafi verður sjálfkrafa fulltrúi Íslands í Norrænu lýsingarverðlaununum (Nordisk Lyspris) ásamt síðasta verðlaunahafa. Norrænu lýsingarverðlaunin eru afhent annað hvert ár og verða næst afhent hér á landi árið 2016.

Íslendingar hafa unnið Norrænu lýsingarverðlaunin einu sinni árið 2006 fyrir Bláa Lónið ­ Heilsulind. Þau voru síðast veitt árið 2014 og komu þá í hlut danska verkefnisins ‘Multihallen på Gl. Hellerup Gymnasium’.

Tilnefningum skal skilað inn til lfi@ljosfelag.is merkt : Tilnefning til ÍLV 2015. Fylgja skal forskrift fyrir innsendar tilnefningar sem hægt er að nálgast hér: ÍLV 2015 ­
forskrift (smella hér)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?