Fréttir frá 2015

09 20. 2015

Opnun orlofstímabila á næstunni

orlofslogOrlofsvefurinn opnar kl.9.00 þann 1.nóvember 2015, fyrir bókanir í orlofshús innanlands fyrir tímabilið janúar til maí 2016 (undanskilin er páskavikan 23-30.mars 2016).  Í gildi er reglan „fyrstur kemur-fyrstur fær“.

Vekjum athygli á því að leiguverð í orlofshúsum er með 50% afslætti þriðjudaga til og með fimmtudags, utan úthlutunartímabila (þ.e. páskavika og sumartímabil).

Páskavikan 23.mars til 30.mars 2016.  Þessi vika fer í umsóknarferli og hægt verður að senda inn umsóknir á orlofsvefnum á tímabilinu 25.janúar til 25.febrúar 2016. Úthlutun fer fram að umsóknartíma liðnum og ræðst niðurstaða af punktastöðu umsækjenda. Niðurstaða úthlutunar verður tilkynnt umsækjendum í tölvupósti.

Sumar 2016, opnað verður fyrir umsóknir um orlofsdvöl n.k. sumar þann 1.mars 2016 og tekið við umsóknum til 31.mars 2016. Umsóknarferlið verður á orlofsvefnum og úthlutun rafræn að umsóknartíma liðnum. Nánar auglýst á heimasíðunni rafis.is 

 

Nýtt orlofshús á Flúðum:

Nú í lok september 2015 tökum við í notkun nýtt parhús að Flúðum í Hrunamannahreppi. Húsið er í þéttbýliskjarnanum á Flúðum og stendur við Austurhof nr.8b. Þegar ekið er sunnan að inn að Flúðum frá Skeiða og Hrunamannavegi, er beygt til hægri niður Selsveg (Verslun og hótel er á horninu) og síðan ekin önnur gata til hægri; Högnastígur;  Austurhof er þar fyrsta gata til vinstri.

Húsið er  u.þ.b. 150 fm. að stærð, þrjú svefnherbergi, stór stofa, eldhús, bað og þvottahús innangengt er í bílskúr búinn leiktækjum m.a. borðtennisborði. Svefnpláss er fyrir 8 manns og auk þess ferða-barnarúm.  Rúmstæðin eru tvö hjónarúm ( 160x200 cm hvort) og tvær kojur þ.e. fjögur svefnstæði ( 90x200cm hvert) Húsið er fullbúið því sem þarf til heimilishalds og allt hið glæsilegasta, með útihúsgögnum, gasgrilli og heitum potti á veröndinni. Hundar verða leyfðir í húsinu, skylt er að hafa þá í bandi utandyra og gæta þess vel að þrífa upp eftir þá. Opið er fyrir bókanir í húsið á orlofsvefnum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?